Tékkar gengu á lagið gegn tíu Hollendingum og eru komnir í átta liða úrslit 27. júní 2021 17:58 Patrik Schick fagnar marki sínu í dag. Alex Pantling/Getty Images Hollendingar eru úr leik á EM eftir 1-0 tap gegn Tékkum á Puskas Arena í Búdapest í dag. Matthijs de Ligt fékk að líta rauða spjaldið í liði Hollendinga á 55.mínútu og Tékkar gengu á lagið og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Hollendingar voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik, en hvorugu liðinu tókst að skapa sér nægilega hættuleg færi til að taka forystuna. Það var því enn markalaust í Búdapest þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Donyell Malen fékk ákjósanlegt færi á 52. mínútu til að koma Hollendingum í forystu, en Tomas Vaclik sá við honum í marki Tékka. Stuttu seinna virtust Tékkar vera að sleppa í gegn, en Matthijs de Ligt stöðvaði sókn þeirra með hendinni. Það tók nokkrar mínútur fyrir dómara leiksins að leysa úr því máli og að lokum fór Sergey Karasev í skjáinn góða og niðurstaðan var rautt spjald á de Ligt fyrir að handleika knöttinn. Hollendingar þurftu því að leika seinustu 35 mínútur leiksins manni færri. Tékkarnir gengu á lagið og á 68. mínútu voru þeir komnir með 1-0 forystu. Antonin Barak gaf boltann þá fyrir úr aukaspyrnu og Tomas Kalas skallaði boltann á Tomas Holes sem skallaði boltann í netið. Patrik Schick kom Tékkum í 2-0 á 80. mínútu eftir að Tomas Holes átti flott hlaup inn á teiginn og fann samherja sinn með hnitmiðaðri sendingu. Það eru því Tékkar sem eru á leið í átta liða úrslit, en Hollendingar eru á heimleið með sárt ennið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Hollendingar eru úr leik á EM eftir 1-0 tap gegn Tékkum á Puskas Arena í Búdapest í dag. Matthijs de Ligt fékk að líta rauða spjaldið í liði Hollendinga á 55.mínútu og Tékkar gengu á lagið og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Hollendingar voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik, en hvorugu liðinu tókst að skapa sér nægilega hættuleg færi til að taka forystuna. Það var því enn markalaust í Búdapest þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Donyell Malen fékk ákjósanlegt færi á 52. mínútu til að koma Hollendingum í forystu, en Tomas Vaclik sá við honum í marki Tékka. Stuttu seinna virtust Tékkar vera að sleppa í gegn, en Matthijs de Ligt stöðvaði sókn þeirra með hendinni. Það tók nokkrar mínútur fyrir dómara leiksins að leysa úr því máli og að lokum fór Sergey Karasev í skjáinn góða og niðurstaðan var rautt spjald á de Ligt fyrir að handleika knöttinn. Hollendingar þurftu því að leika seinustu 35 mínútur leiksins manni færri. Tékkarnir gengu á lagið og á 68. mínútu voru þeir komnir með 1-0 forystu. Antonin Barak gaf boltann þá fyrir úr aukaspyrnu og Tomas Kalas skallaði boltann á Tomas Holes sem skallaði boltann í netið. Patrik Schick kom Tékkum í 2-0 á 80. mínútu eftir að Tomas Holes átti flott hlaup inn á teiginn og fann samherja sinn með hnitmiðaðri sendingu. Það eru því Tékkar sem eru á leið í átta liða úrslit, en Hollendingar eru á heimleið með sárt ennið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti