Listval hefur undanfarin tvö ár verið leiðandi í myndlistarráðgjöf fyrir heimili og fyrirtæki. Rýmið á Hólmaslóð verður aðsetur Listvals þar sem fólk getur komið og skoðað fjölbreytta myndlist og fengið persónulega ráðgjöf við val á verkum. Markmið Listvals er að stuðla að meiri sýnileika myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að fjárfesta í myndlist.
Í tilefni opnunar rýmisins verða til sýnis verk eftir yfir þrjátíu samtímalistamenn, má þar nefna Shoplifter / Hrafnhildi Arnardóttur, Huldu Vilhjálmsdóttur, Áslaugu Írisi, Steingrím Gauta, Harald Jónsson, Bjarka Bragason og fleiri. Þá mun Sigga Björg Sigurðardóttir gera veggverk á gafl hússins.

Samhliða opnun verður ný heimasíða Listvals sett í loftið, www.listval.is, en þar eru verk listamanna einnig til sýnis og sölu.