„Til þeirra sem eitra fyrir köttum: Við erum að fylgjast með“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 15:53 Fiskur sem fannst á víðavangi í Heiðargerði. Facebook/Steinar Enn fleiri tilvik hafa komið upp þar sem eitrað er fyrir köttum í Heiðargerði. Íbúar í götunni og dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hafa tekið málið í eigin hendur. Í samtali við Vísi fullyrðir sjálboðaliði hjá Dýrfinnu að upp hafi komið fimm tilvik um staðfesta eitrun fyrir köttum á síðustu þremur vikum. Algengast er að frostlögur sé notaður þegar eitrað er fyrir köttum. Þá hefur íbúa Heiðargerðis grunað að eitrað hafi verið fyrir köttum öðru hvoru undanfarin þrjú ár hið minnsta. Dýrfinna hefur í samráði við íbúa götunnar skipulagt eins konar nágrannavörslu til að sporna við eitranahrinunni. Sjálfboðaliðar ganga um hverfið í tvennum tilgangi, annars vegar til að leita að grunsamlegum mat sem gæti verið eitraður og hins vegar til að hræða mögulegan geranda. Sjálboðaliði Dýrfinnu segir erfitt að bera kennsl á einkenni frostlagareitrunnar í köttum. Hún veldur því að kettir verða slappir og missa að lokum getu til að ganga. Þegar einkennin eru orðin greinanleg er oftast ekkert hægt að gera til að bjarga köttunum. Ef þeir eru ekki svæfðir deyja þeir fljótt úr nýrnabilun. Íbúi í Heiðargerði kom á dögunum auga á mikinn fjölda fiskflaka sem dreift hafði verið á grasbala. Meindýraeiðir sem er Dýrfinnu innan handar telur að frostlögur hafi verið í flökunum. Frostlögur er sætur á bragðið en kettir finna ekki sætt bragð og borða fiskinn því með bestu lyst. „Við brennum fyrir dýravernd“ Dýrfinna eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að dýravernd. Helsta verkefni þeirra er að finna týnd gæludýr, líkt og nafnið gefur til kynna. Týni fólk gæludýrum er það hvatt til að hafa samband við Dýrfinnu en sjálfboðaliðar samtakanna segjast tilbúnir til að aðstoða við leit að dýrum nótt sem nýtan dag. Nánar má lesa um samtökin á vefsíðu þeirra. Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Í samtali við Vísi fullyrðir sjálboðaliði hjá Dýrfinnu að upp hafi komið fimm tilvik um staðfesta eitrun fyrir köttum á síðustu þremur vikum. Algengast er að frostlögur sé notaður þegar eitrað er fyrir köttum. Þá hefur íbúa Heiðargerðis grunað að eitrað hafi verið fyrir köttum öðru hvoru undanfarin þrjú ár hið minnsta. Dýrfinna hefur í samráði við íbúa götunnar skipulagt eins konar nágrannavörslu til að sporna við eitranahrinunni. Sjálfboðaliðar ganga um hverfið í tvennum tilgangi, annars vegar til að leita að grunsamlegum mat sem gæti verið eitraður og hins vegar til að hræða mögulegan geranda. Sjálboðaliði Dýrfinnu segir erfitt að bera kennsl á einkenni frostlagareitrunnar í köttum. Hún veldur því að kettir verða slappir og missa að lokum getu til að ganga. Þegar einkennin eru orðin greinanleg er oftast ekkert hægt að gera til að bjarga köttunum. Ef þeir eru ekki svæfðir deyja þeir fljótt úr nýrnabilun. Íbúi í Heiðargerði kom á dögunum auga á mikinn fjölda fiskflaka sem dreift hafði verið á grasbala. Meindýraeiðir sem er Dýrfinnu innan handar telur að frostlögur hafi verið í flökunum. Frostlögur er sætur á bragðið en kettir finna ekki sætt bragð og borða fiskinn því með bestu lyst. „Við brennum fyrir dýravernd“ Dýrfinna eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að dýravernd. Helsta verkefni þeirra er að finna týnd gæludýr, líkt og nafnið gefur til kynna. Týni fólk gæludýrum er það hvatt til að hafa samband við Dýrfinnu en sjálfboðaliðar samtakanna segjast tilbúnir til að aðstoða við leit að dýrum nótt sem nýtan dag. Nánar má lesa um samtökin á vefsíðu þeirra.
Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45