Frjálslynt fólk í frábærum flokki Arnar Páll Guðmundsson skrifar 26. júní 2021 07:01 „Arnar af hverju ert þú í pólitík?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft þegar fólk heyrir að ég starfi með Viðreisn og gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í framhaldinu fylgir oft spurningin um hvort pólitík sé ekki bara ákveðin leið til þess að koma sínum málum á framfæri og skapa svigrúm fyrir persónulegan ávinning? Ég lít ekki svo á og í Viðreisn hef ég aldrei orðið var við slík viðhorf. Í Viðreisn eru allir jafnir og allir hafa sama rétt til að tjá sig. Við höfum skoðanir og við tökumst á, en á endanum er tekin sameiginleg ákvörðun út frá rökum enda lítum við svo á að enginn einn einstaklingur sé stærri en sú liðsheild sem hann tilheyrir. Það vita það kannski ekki margir en eitt af fyrstu verkum okkar í Viðreisn var að setja fram reglur um orðfæri. Þannig hefur góð og vönduð orðræða ávallt verið hluti af grunngildum okkar en meginstefið þar er að fara aldrei í manninn heldur málefnin. Til þess að ná árangri er mikilvægt að temja sér gott orðfæri, með virðingu fyrir fólki í fyrirrúmi. Í Viðreisn lítum við ekki á áskoranir sem ógn heldur tækifæri og tökum á móti þeim með opnum huga. Haustið 2017 fengum við stóra áskorun í fangið þegar boðað var óvænt til kosninga. Á sama tíma var fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Á þessum tímapunkti tók Viðreisn áhættu þar sem skipt var um forystu í flokknum. Allir lögðust á eitt til að tryggja að flokkurinn ætti áfram fulltrúa á þingi. Áhættan var þess virði og Viðreisn var siglt í örugga höfn. Þegar ég lít til baka er ég mjög ánægður með að hafa gengið til liðs við Viðreisn á sínum tíma og fundið hugsjónum mínum um betra samfélag farveg þar. Það sem hefur heillað mig mest við flokkinn er að hann er ungur og iðar af lífi og berst fyrir frjálslyndi og jafnrétti. Fyrir mig eru það forréttindi að tilheyra slíkum hópi. Þegar ég er spurður að því hvaða fólk sé í Viðreisn þá svara ég ávallt með stolti að við séum einfaldlega frjálslynt fólk í frábærum flokki, sem setur almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
„Arnar af hverju ert þú í pólitík?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft þegar fólk heyrir að ég starfi með Viðreisn og gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í framhaldinu fylgir oft spurningin um hvort pólitík sé ekki bara ákveðin leið til þess að koma sínum málum á framfæri og skapa svigrúm fyrir persónulegan ávinning? Ég lít ekki svo á og í Viðreisn hef ég aldrei orðið var við slík viðhorf. Í Viðreisn eru allir jafnir og allir hafa sama rétt til að tjá sig. Við höfum skoðanir og við tökumst á, en á endanum er tekin sameiginleg ákvörðun út frá rökum enda lítum við svo á að enginn einn einstaklingur sé stærri en sú liðsheild sem hann tilheyrir. Það vita það kannski ekki margir en eitt af fyrstu verkum okkar í Viðreisn var að setja fram reglur um orðfæri. Þannig hefur góð og vönduð orðræða ávallt verið hluti af grunngildum okkar en meginstefið þar er að fara aldrei í manninn heldur málefnin. Til þess að ná árangri er mikilvægt að temja sér gott orðfæri, með virðingu fyrir fólki í fyrirrúmi. Í Viðreisn lítum við ekki á áskoranir sem ógn heldur tækifæri og tökum á móti þeim með opnum huga. Haustið 2017 fengum við stóra áskorun í fangið þegar boðað var óvænt til kosninga. Á sama tíma var fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Á þessum tímapunkti tók Viðreisn áhættu þar sem skipt var um forystu í flokknum. Allir lögðust á eitt til að tryggja að flokkurinn ætti áfram fulltrúa á þingi. Áhættan var þess virði og Viðreisn var siglt í örugga höfn. Þegar ég lít til baka er ég mjög ánægður með að hafa gengið til liðs við Viðreisn á sínum tíma og fundið hugsjónum mínum um betra samfélag farveg þar. Það sem hefur heillað mig mest við flokkinn er að hann er ungur og iðar af lífi og berst fyrir frjálslyndi og jafnrétti. Fyrir mig eru það forréttindi að tilheyra slíkum hópi. Þegar ég er spurður að því hvaða fólk sé í Viðreisn þá svara ég ávallt með stolti að við séum einfaldlega frjálslynt fólk í frábærum flokki, sem setur almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar