Hefði aldrei gerst í efstu deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 10:31 Margrét Lára Viðarsdóttir var hörð á því að fresta hefði átt leiknum á Selfossi. S2 Sport Toppslagur Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna er færður milli leikvalla rétt fyrir leik, af aðalvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið. Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn