Hefði aldrei gerst í efstu deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 10:31 Margrét Lára Viðarsdóttir var hörð á því að fresta hefði átt leiknum á Selfossi. S2 Sport Toppslagur Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna er færður milli leikvalla rétt fyrir leik, af aðalvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið. Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn