Hefði aldrei gerst í efstu deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 10:31 Margrét Lára Viðarsdóttir var hörð á því að fresta hefði átt leiknum á Selfossi. S2 Sport Toppslagur Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna er færður milli leikvalla rétt fyrir leik, af aðalvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið. Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira