Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 20:01 Margir eiga eflaust eftir að sakna þess að mæta á N1 Hringbraut eftir djammið. Nema þar verði áfram starfrækt veitingaþjónusta eftir lokun bensínstöðvarinnar. vísir/vilhelm Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. Samningar milli Reykjavíkurborgar og þriggja stærstu olíufélaganna voru samþykktir á fundi borgarráðs í morgun þar sem samið er um að fækka bensíndælum í borginni um þriðjung. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvenær bensínstöðvunum verður lokað; í fundargerð borgarráðs og tilkynningum borgarstjóra er aðeins talað um að það verði „á næstu árum“. Meðal þeirra bensínstöðva sem verður lokað eru allar stöðvar í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, ásamt hinni vinsælu stöð N1 við Hringbraut, sem margir þekkja eflaust af skemmtanalífinu en í sama rými er rekinn veitingastaðurinn Subway, sem er opinn allan sólarhringinn og fyllist gjarnan eftir lokun skemmtistaða. Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%. Sjá muninn á kortum. Þráður með myndum. #GrænaPlanið pic.twitter.com/uHCwFEG2no— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 24, 2021 Eftir að þeim bensínstöðvum verður lokað sem samið var um verða þá heldur engar bensínstöðvar inni í íbúðarhverfi í Laugardalnum, Hlíðunum eða Fossvogi. Í staðinn fyrir bensínstöðvarnar á að byggja íbúðir og hverfistengda þjónustu. Allt er þetta hluti Græna plansins svokallaða og loftslagsáætlunar borgarinnar. Samhliða lokun bensínstöðvanna gefur borgin lóðarvilyrði fyrir fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu í Stekkjarbakka 4-6. Samningarnir voru gerðir við N1, Skeljung og Orkuna og Olís og OB. Þeim bensínstöðvum sem verður lokað eru: Birkimelur 1 Ægisíða 102 Álfheimar 49 Álfabakki 7 Egilsgata 5 Hringbraut 12 Stóragerði 40 Skógarsel 10 Skógarhlíð 16 Bensín og olía Umhverfismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Samningar milli Reykjavíkurborgar og þriggja stærstu olíufélaganna voru samþykktir á fundi borgarráðs í morgun þar sem samið er um að fækka bensíndælum í borginni um þriðjung. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvenær bensínstöðvunum verður lokað; í fundargerð borgarráðs og tilkynningum borgarstjóra er aðeins talað um að það verði „á næstu árum“. Meðal þeirra bensínstöðva sem verður lokað eru allar stöðvar í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, ásamt hinni vinsælu stöð N1 við Hringbraut, sem margir þekkja eflaust af skemmtanalífinu en í sama rými er rekinn veitingastaðurinn Subway, sem er opinn allan sólarhringinn og fyllist gjarnan eftir lokun skemmtistaða. Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%. Sjá muninn á kortum. Þráður með myndum. #GrænaPlanið pic.twitter.com/uHCwFEG2no— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 24, 2021 Eftir að þeim bensínstöðvum verður lokað sem samið var um verða þá heldur engar bensínstöðvar inni í íbúðarhverfi í Laugardalnum, Hlíðunum eða Fossvogi. Í staðinn fyrir bensínstöðvarnar á að byggja íbúðir og hverfistengda þjónustu. Allt er þetta hluti Græna plansins svokallaða og loftslagsáætlunar borgarinnar. Samhliða lokun bensínstöðvanna gefur borgin lóðarvilyrði fyrir fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu í Stekkjarbakka 4-6. Samningarnir voru gerðir við N1, Skeljung og Orkuna og Olís og OB. Þeim bensínstöðvum sem verður lokað eru: Birkimelur 1 Ægisíða 102 Álfheimar 49 Álfabakki 7 Egilsgata 5 Hringbraut 12 Stóragerði 40 Skógarsel 10 Skógarhlíð 16
Bensín og olía Umhverfismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira