Átján giftingar á einum degi í Grafarvogskirkju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júní 2021 19:33 María Rún Ellertsdóttir mun ganga í það heilaga í Grafarvogskirkju og laugardag og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í kirkjunni mun gefa hana og tilvonandi eiginmanninn saman. vísir/egill Algjör sprenging varð í svokölluð „drop-in“ brúðkaup sem verða í Grafarvogskirkju á laugardag. Átján pör ætla að gifta sig og átta pör eru á biðlista. Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María. Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María.
Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira