Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 08:01 Stuðningsmaður Þýskalands hljóp inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána á meðan þjóðsöngur Ungverjalands var í gangi. getty/Matthias Hangst Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi regnbogalýsa Allianz leikvanginn til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning og gagnrýna lög sem voru nýlega samþykkt í Ungverjalandi og þrengja að réttindum hinsegin fólks. Stuðningsmenn Þýskalands voru margir hverjir skreyttir regnbogalitunum í gær og Manuel Neuer, fyrirliði þýska liðsins, var með regnbogabandið sitt sem UEFA íhugaði að rannsaka og sekta Þjóðverja fyrir. Þegar þjóðsöngur Ungverja ómaði hljóp einn stuðningsmaður Þýskalands svo inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána. Hann stillti sér upp fyrir framan ungversku leikmennina og hélt fánanum á lofti áður en öryggisverðir færðu hann í burtu. Klippa: Hljóp inn á með regnbogafána Uppátækið vakti mikla gleði hjá áhorfendum á vellinum sem klöppuðu stuðningsmanninum lof í lófa. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar lentu tvisvar sinnum undir en komu til baka og jöfnunarmark Leons Goretzka tryggði liðinu 2. sæti F-riðils. Í sextán liða úrslitunum mætir Þýskaland Englandi á Wembley. Ungverjaland er hins vegar úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn stórþjóðunum í dauðariðlinum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hinsegin Þýskaland Ungverjaland Tengdar fréttir Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53 Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31 UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi regnbogalýsa Allianz leikvanginn til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning og gagnrýna lög sem voru nýlega samþykkt í Ungverjalandi og þrengja að réttindum hinsegin fólks. Stuðningsmenn Þýskalands voru margir hverjir skreyttir regnbogalitunum í gær og Manuel Neuer, fyrirliði þýska liðsins, var með regnbogabandið sitt sem UEFA íhugaði að rannsaka og sekta Þjóðverja fyrir. Þegar þjóðsöngur Ungverja ómaði hljóp einn stuðningsmaður Þýskalands svo inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána. Hann stillti sér upp fyrir framan ungversku leikmennina og hélt fánanum á lofti áður en öryggisverðir færðu hann í burtu. Klippa: Hljóp inn á með regnbogafána Uppátækið vakti mikla gleði hjá áhorfendum á vellinum sem klöppuðu stuðningsmanninum lof í lófa. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar lentu tvisvar sinnum undir en komu til baka og jöfnunarmark Leons Goretzka tryggði liðinu 2. sæti F-riðils. Í sextán liða úrslitunum mætir Þýskaland Englandi á Wembley. Ungverjaland er hins vegar úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn stórþjóðunum í dauðariðlinum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hinsegin Þýskaland Ungverjaland Tengdar fréttir Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53 Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31 UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53
Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31
UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31