Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 13:00 Svíar eru öruggir inn í 16-liða úrslitin en Spánverjar hafa gert tvö jafntefli og þurfa sigur í dag til að vera öruggir áfram. Getty/Diego Souto Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira