Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 13:00 Svíar eru öruggir inn í 16-liða úrslitin en Spánverjar hafa gert tvö jafntefli og þurfa sigur í dag til að vera öruggir áfram. Getty/Diego Souto Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira