Fengu ómerktan vökva gegn Covid Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2021 12:15 Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Lögregla rannsakar nú ábendingar sem Lyfjastofnun barst um að einstaklingum hafi verið afhentur vökvi í ómerktu glasi með fyrirmælum um að hann skyldi nota til meðferðar og forvarnar gegn Covid. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir lögreglu nú skoða ábendinguna enda geti lyfjagjöf sem þessi verið hættuleg. „Það voru engar upplýsingar um hvert innihald vökvans var. Það getur stafað af því mikil hætta að afhenda svona óskilgreinda vöru. Það er ákvæði í lyfjalögum sem fjallar um markaðssetningu og dreifingu og ávísun lyfja. Þetta uppfyllir þau engan veginn. Fyrir utan það að þetta er öryggisatriði fyrir sjúklinga, að vita ekki hvað er í þessu,“segir Rúna. Forstjóri Lyfjastofnunar segir málið á borði lögreglu.Vísir/Getty DV sagði frá því í gærkvöldi að lögregla hafi yfirheyrt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni vegna málsins en hann hefur talað fyrir notkun lyfsins ívermektín gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur ekki samþykkt lyfið til meðferðar gegn sjúkdómnum og það hefur Lyfjastofnun Evrópu ekki gert heldur. Í viðtali við DV sagði Guðmundur Karl Lyfjastofnun hafa kært sig eftir að hann krafðist vísindalegra raka fyrir þeirri afstöðu. Rúna segir kæru stofnunarinnar ekki beinast gegn einstaklingi og að málið snúist ekki um ívermektín. Ekki liggi fyrir hvað hafi verið í hinum dularfulla vökva í raun og veru. Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur vakið athygli fyrir baráttu sína varðandi notkun rafretta.Vísir „Lögreglan hefur skoðað þetta og þessi vökvi er í einhverri greiningu. Það eru tiltekin einhver innihaldsefni, ívermektín er þar ásamt öðrum, en það veit enginn hvort það er þarna í eða hvernig framleiðslan er,“ segir Rúna. Bólusetningar gegn kórónuveirunni halda áfram í Laugardalshöll í dag og verða níu til tíu þúsund skammtar af bóluefni Janssen í boði í dag. Þetta er síðasti Janssen-dagurinn fyrir sumarfrí. Opið verður fyrir alla, þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur smitast, eftir hádegi vegna dræmrar mætingar. Enginn greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir lögreglu nú skoða ábendinguna enda geti lyfjagjöf sem þessi verið hættuleg. „Það voru engar upplýsingar um hvert innihald vökvans var. Það getur stafað af því mikil hætta að afhenda svona óskilgreinda vöru. Það er ákvæði í lyfjalögum sem fjallar um markaðssetningu og dreifingu og ávísun lyfja. Þetta uppfyllir þau engan veginn. Fyrir utan það að þetta er öryggisatriði fyrir sjúklinga, að vita ekki hvað er í þessu,“segir Rúna. Forstjóri Lyfjastofnunar segir málið á borði lögreglu.Vísir/Getty DV sagði frá því í gærkvöldi að lögregla hafi yfirheyrt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni vegna málsins en hann hefur talað fyrir notkun lyfsins ívermektín gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur ekki samþykkt lyfið til meðferðar gegn sjúkdómnum og það hefur Lyfjastofnun Evrópu ekki gert heldur. Í viðtali við DV sagði Guðmundur Karl Lyfjastofnun hafa kært sig eftir að hann krafðist vísindalegra raka fyrir þeirri afstöðu. Rúna segir kæru stofnunarinnar ekki beinast gegn einstaklingi og að málið snúist ekki um ívermektín. Ekki liggi fyrir hvað hafi verið í hinum dularfulla vökva í raun og veru. Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur vakið athygli fyrir baráttu sína varðandi notkun rafretta.Vísir „Lögreglan hefur skoðað þetta og þessi vökvi er í einhverri greiningu. Það eru tiltekin einhver innihaldsefni, ívermektín er þar ásamt öðrum, en það veit enginn hvort það er þarna í eða hvernig framleiðslan er,“ segir Rúna. Bólusetningar gegn kórónuveirunni halda áfram í Laugardalshöll í dag og verða níu til tíu þúsund skammtar af bóluefni Janssen í boði í dag. Þetta er síðasti Janssen-dagurinn fyrir sumarfrí. Opið verður fyrir alla, þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur smitast, eftir hádegi vegna dræmrar mætingar. Enginn greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira