Betri samgöngur – að hluta Ingi Tómasson skrifar 22. júní 2021 09:31 Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var samþykkt ný sýn á þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta átti verulega í varðandi stofnvegi, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Árið 2019 undirrituðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum fólst að 120 milljarðar yrðu settir í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Í stofnvegi færu 52 milljarðar, í Borgarlínu 50 milljarðar, í hjóla- og göngustíga færu 8,2 milljarðar og í umferðarstýringar og sértækar öryggisaðgerðir 7,2 milljarðar. Samgöngusáttmálinn í framkvæmd Lokið er við framkvæmd á Reykjanesbraut á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar og unnið er að skipulagi á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Í október 2020 var stofnað sérstakt félag um framkvæmd samgöngusáttmálans; Betri samgöngur ohf. Kynningarfundur í Nauthól var haldinn um fyrsta hluta Borgarlínu. Flott kynningargögn hafa verið unnin af starfsmönnum Betri samgöngur ohf. varðandi Borgarlínuna sem í framhaldinu eru notuð til deiliskipulagbreytinga og aðalskipulagsbreytinga eftir atvikum í viðkomandi sveitarfélögum. Ég sakna þess að sjá ekki neinar tillögur eða hugmyndir frá Betri samgöngum ohf. um annað sem skrifað er í samgöngusáttmálann, má þar nefna mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut og Sæbraut í stokk sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. Einnig ætti félagið að hafa í forgangi þann hluta samgöngusáttmálans sem fjallar um hjóla- og göngustíga svo og umferðarstýringu. Umferðin í og við Hafnarfjörð Það var til mikilla bóta að fá mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg/Reykjanesbraut og nýja tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut. Þar með er vandi okkar Hafnfirðinga alls ekki leystur. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að um 13 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnvegum í og við Hafnarfjörð, þar inni er Reykjanesbraut – Álftanesvegur – Lækjargata þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024. Mikilvægt er að hönnun liggi fyrir sem allra fyrst þar sem reynslan sýnir að hönnun tekur langan tíma og svo er alltaf spurning um umhverfismat og kæruferli. Mín tillaga er að þessum framkvæmdum verði hraðað sem kostur er enda stofnæðin í gegnum bæinn ekki boðleg íbúum með allri þeirri umferð sem þar flæðir daglega. Auk þess geri ég kröfu á Garðbæinga að opna fyrir umferð frá gamla Álftanesvegi um Herjólfsbraut inn og út úr Norðurbænum. Vegurinn sem aldrei kemur Við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins var Ofanbyggðarvegur frá Hafnarfirði til Kópavogs felldur út af skipulagi að kröfu Garðabæjar, þess í stað var settur innanbæjarvegur í aðalskipulag Garðabæjar sem liggur frá Flóttamannavegi meðfram Urriðakotsvatni og tengist Álftanesvegi við Reykjanesbraut (Góa er við Álftanesveg). Í ljósi umræðu um aðgengi íbúa að Urriðaholti, fyrirhugaðri uppbyggingu á og við golfvöllinn í Setbergi sem tilheyrir Garðabæ svo og flæði umferðar á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi voru það mistök af Garðabæ að fella Ofanbyggðarveg út af aðalskipulaginu. Í greinargerð Vegagerðarinnar „Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Janúar 2019“ kemur eftirfarandi fram: „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Og síðar segir: „Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, um Garðabæ og Kópavog inni til framtíðar.“ Tek ég undir með Vegagerðinni og tel æskilegt að Garðbæingar endurskoði afstöðu sína til Ofanbyggðarvegar. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulag- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var samþykkt ný sýn á þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta átti verulega í varðandi stofnvegi, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Árið 2019 undirrituðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum fólst að 120 milljarðar yrðu settir í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Í stofnvegi færu 52 milljarðar, í Borgarlínu 50 milljarðar, í hjóla- og göngustíga færu 8,2 milljarðar og í umferðarstýringar og sértækar öryggisaðgerðir 7,2 milljarðar. Samgöngusáttmálinn í framkvæmd Lokið er við framkvæmd á Reykjanesbraut á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar og unnið er að skipulagi á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Í október 2020 var stofnað sérstakt félag um framkvæmd samgöngusáttmálans; Betri samgöngur ohf. Kynningarfundur í Nauthól var haldinn um fyrsta hluta Borgarlínu. Flott kynningargögn hafa verið unnin af starfsmönnum Betri samgöngur ohf. varðandi Borgarlínuna sem í framhaldinu eru notuð til deiliskipulagbreytinga og aðalskipulagsbreytinga eftir atvikum í viðkomandi sveitarfélögum. Ég sakna þess að sjá ekki neinar tillögur eða hugmyndir frá Betri samgöngum ohf. um annað sem skrifað er í samgöngusáttmálann, má þar nefna mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut og Sæbraut í stokk sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. Einnig ætti félagið að hafa í forgangi þann hluta samgöngusáttmálans sem fjallar um hjóla- og göngustíga svo og umferðarstýringu. Umferðin í og við Hafnarfjörð Það var til mikilla bóta að fá mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg/Reykjanesbraut og nýja tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut. Þar með er vandi okkar Hafnfirðinga alls ekki leystur. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að um 13 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnvegum í og við Hafnarfjörð, þar inni er Reykjanesbraut – Álftanesvegur – Lækjargata þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024. Mikilvægt er að hönnun liggi fyrir sem allra fyrst þar sem reynslan sýnir að hönnun tekur langan tíma og svo er alltaf spurning um umhverfismat og kæruferli. Mín tillaga er að þessum framkvæmdum verði hraðað sem kostur er enda stofnæðin í gegnum bæinn ekki boðleg íbúum með allri þeirri umferð sem þar flæðir daglega. Auk þess geri ég kröfu á Garðbæinga að opna fyrir umferð frá gamla Álftanesvegi um Herjólfsbraut inn og út úr Norðurbænum. Vegurinn sem aldrei kemur Við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins var Ofanbyggðarvegur frá Hafnarfirði til Kópavogs felldur út af skipulagi að kröfu Garðabæjar, þess í stað var settur innanbæjarvegur í aðalskipulag Garðabæjar sem liggur frá Flóttamannavegi meðfram Urriðakotsvatni og tengist Álftanesvegi við Reykjanesbraut (Góa er við Álftanesveg). Í ljósi umræðu um aðgengi íbúa að Urriðaholti, fyrirhugaðri uppbyggingu á og við golfvöllinn í Setbergi sem tilheyrir Garðabæ svo og flæði umferðar á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi voru það mistök af Garðabæ að fella Ofanbyggðarveg út af aðalskipulaginu. Í greinargerð Vegagerðarinnar „Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Janúar 2019“ kemur eftirfarandi fram: „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Og síðar segir: „Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, um Garðabæ og Kópavog inni til framtíðar.“ Tek ég undir með Vegagerðinni og tel æskilegt að Garðbæingar endurskoði afstöðu sína til Ofanbyggðarvegar. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulag- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun