Lof og last 9. umferðar: Upplegg Breiðabliks, Hannes Þór, Helgi Valur, ósýnilegir FH-ingar og Dino Hodzic Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2021 10:31 Helgi Valur fagnar með liðsfélögum sínum eftir mark hans í 3-1 sigri liðsins á ÍA. Vísir/Hulda Margrét Níundu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Upplegg Breiðabliks Eftir jafnar upphafsmínútur í leik Breiðabliks og FH þá tóku Blikar öll völd á vellinum og keyrðu einfaldlega yfir Hafnfirðinga. Leikkerfi Breiðabliks kom á óvart að því leytinu til að Höskuldur Gunnlaugsson lék í stöðu hægri bakvarðar en sótti mikið inn á miðjuna. Sú hugmynd gekk frábærlega og þó Breiðablik hafi unnið 4-0 var sigurinn síst of stór. Hannes Þór Halldórsson Var stórkostlegur í 3-1 sigri Vals á Breiðablik fyrir nokkrum dögum síðar. Átti ekki jafn frábærar vörslur í 1-0 sigri Íslandsmeistaranna á KA er liðin mættust á Dalvík en varði að engu síður vítaspyrnu og á því skilið lof. Ekki aðeins besti markvörður Pepsi Max deildarinnar heldur sá langbesti. Þá lét hann einnig til sín taka eftir leik. Frábær fyrirmynd sem Hannes Þór Halldórsson er. Gaf sér tíma til að sitja fyrir á myndum með dalvískum krökkum og spjalla við þau eftir leik. Mörg sólskinsbros sem hann skapaði með því #respect #virðing #fotboltinet— Magni Þór Óskarsson (@magnitoro) June 20, 2021 Joey Gibbs Annan leikinn í röð vinna Keflvíkingar. Annan leikinn í röð heldur Keflavík hreinu. Annan leikinn í röð skorar Josep Arthur Gibbs. Hann fær því hrósið þó svo að margir aðrir leikmenn liðsins hafi komið til greina eftir góðan 1-0 sigur á Leikni Reykjavík. Helgi Valur Daníelsson Það hefur verið mikið rætt og ritað um háan aldur leikmanna í Pepsi Max deildinni það sem af er sumri en það er öllum ljóst að ef Helgi Valur á góðan leik þá á Fylkir góðan leik. Hann lenti í ömurlegum meiðslum á síðustu leiktíð og var talið að skórnir færu aftur upp í hillu, þessi þaulreyndi miðjumaður var hins vegar ekki á því. Helgi Valur skoraði sitt fyrsta mark í sumar með góðu skoti úr teignum er hann jafnaði metin í 3-1 sigri Fylkis á ÍA. Hann gerði sig í kjölfarið líklegan til að bæta við marki en lét sér nægja að leggja upp þriðja mark Árbæinga þó svo að það mark skráist alfarið á markvörð Skagamanna, meira um það hér að neðan. Last Dino Hodžić Dino átti ekki sinn besta leik í 3-1 tapi Skagamanna gegn Fylki. Annað mark Fylkis fór hálfpartinn í gegnum markvörðinn hávaxna en mögulega sá hann boltann seint. Þriðja mark Fylkis skráist hins vegar alfarið á Dino sem missti aukaspyrnu af þröngu færi í gegnum klofið og yfir línuna. Má segja að það mark hafi endanlega gert út um leikinn. Dino Hodžić vill eflaust ekki sjá endursýningu af þriðja marki Fylkis.Vísir/Hulda Margrét Ósýnilegir FH-ingar Hafnfirðingar hafa nú spilað fimm leiki án þess að landa sigri. Það sem meira er þá hefur liðið aðeins skorað tvö mörk í þessum fimm leikjum. Hér væri hægt að lista upp nánast allt byrjunarlið FH en liðið beið afhroð á Kópavogsvelli. Lokatölur 4-0 og sigur Blika síst of stór. Margir FH-ingar virtust annað hvort nær ósýnilegir í leiknum þar sem þeir sáust einfaldlega ekki eða þegar þeir sáust þá þóttust þeir vera að leika keilur. Besta dæmið um það var annað mark Blika sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Það var líkt og Blikar væru í uppspils æfingu þar sem ekki mætti klukka liðið með boltann. Vítaspyrnur KA manna KA brenndi af tveimur vítaspyrnum í 0-1 tapi gegn Val. Akureyringar hafa nú brennt af fjórum vítaspyrnum í röð og gætu þau verið dýrkeypt þegar uppi er staðið. Hallgrímur Mar Steingrímsson brenndi af víti í 0-1 tapi gegn Víkingum. Jonathan Hendrickx og Sebastiaan Brebels gerðu svo slíkt hið sama í þessu 0-1 tapi gegn Val. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 2-1 | Stjörnumenn taplausir í fjórum leikjum í röð Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni. 20. júní 2021 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍA 3-1 | Botnliðið í vandræðum Fylkismenn tóku á móti Skagamönnum á Würth vellinum í dag á þessum sólríka sunnudegi. Skagamenn voru án fyrirliða síns, Óttars Bjarna, sem að fékk rautt spjald í seinasta leik gegn KA eftir hættulega tæklingu. 20. júní 2021 18:58 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum KA og Valur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í dag. Valsmenn fóru að lokum með 0-1 sigur af hólmi eftir virkilega hraðan og skemmtilegan leik. 20. júní 2021 20:01 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 1-0 | Annar sigur Keflvíkinga í röð Keflavík hafði betur gegn Leikni í nýliðaslagnum og er búið að vinna tvo leiki í röð. 20. júní 2021 22:30 Í beinni: Víkingur R. - KR | KR-ingar hafa ekki tapað stigi á móti Víkingum í þrjú ár Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. 21. júní 2021 21:09 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Upplegg Breiðabliks Eftir jafnar upphafsmínútur í leik Breiðabliks og FH þá tóku Blikar öll völd á vellinum og keyrðu einfaldlega yfir Hafnfirðinga. Leikkerfi Breiðabliks kom á óvart að því leytinu til að Höskuldur Gunnlaugsson lék í stöðu hægri bakvarðar en sótti mikið inn á miðjuna. Sú hugmynd gekk frábærlega og þó Breiðablik hafi unnið 4-0 var sigurinn síst of stór. Hannes Þór Halldórsson Var stórkostlegur í 3-1 sigri Vals á Breiðablik fyrir nokkrum dögum síðar. Átti ekki jafn frábærar vörslur í 1-0 sigri Íslandsmeistaranna á KA er liðin mættust á Dalvík en varði að engu síður vítaspyrnu og á því skilið lof. Ekki aðeins besti markvörður Pepsi Max deildarinnar heldur sá langbesti. Þá lét hann einnig til sín taka eftir leik. Frábær fyrirmynd sem Hannes Þór Halldórsson er. Gaf sér tíma til að sitja fyrir á myndum með dalvískum krökkum og spjalla við þau eftir leik. Mörg sólskinsbros sem hann skapaði með því #respect #virðing #fotboltinet— Magni Þór Óskarsson (@magnitoro) June 20, 2021 Joey Gibbs Annan leikinn í röð vinna Keflvíkingar. Annan leikinn í röð heldur Keflavík hreinu. Annan leikinn í röð skorar Josep Arthur Gibbs. Hann fær því hrósið þó svo að margir aðrir leikmenn liðsins hafi komið til greina eftir góðan 1-0 sigur á Leikni Reykjavík. Helgi Valur Daníelsson Það hefur verið mikið rætt og ritað um háan aldur leikmanna í Pepsi Max deildinni það sem af er sumri en það er öllum ljóst að ef Helgi Valur á góðan leik þá á Fylkir góðan leik. Hann lenti í ömurlegum meiðslum á síðustu leiktíð og var talið að skórnir færu aftur upp í hillu, þessi þaulreyndi miðjumaður var hins vegar ekki á því. Helgi Valur skoraði sitt fyrsta mark í sumar með góðu skoti úr teignum er hann jafnaði metin í 3-1 sigri Fylkis á ÍA. Hann gerði sig í kjölfarið líklegan til að bæta við marki en lét sér nægja að leggja upp þriðja mark Árbæinga þó svo að það mark skráist alfarið á markvörð Skagamanna, meira um það hér að neðan. Last Dino Hodžić Dino átti ekki sinn besta leik í 3-1 tapi Skagamanna gegn Fylki. Annað mark Fylkis fór hálfpartinn í gegnum markvörðinn hávaxna en mögulega sá hann boltann seint. Þriðja mark Fylkis skráist hins vegar alfarið á Dino sem missti aukaspyrnu af þröngu færi í gegnum klofið og yfir línuna. Má segja að það mark hafi endanlega gert út um leikinn. Dino Hodžić vill eflaust ekki sjá endursýningu af þriðja marki Fylkis.Vísir/Hulda Margrét Ósýnilegir FH-ingar Hafnfirðingar hafa nú spilað fimm leiki án þess að landa sigri. Það sem meira er þá hefur liðið aðeins skorað tvö mörk í þessum fimm leikjum. Hér væri hægt að lista upp nánast allt byrjunarlið FH en liðið beið afhroð á Kópavogsvelli. Lokatölur 4-0 og sigur Blika síst of stór. Margir FH-ingar virtust annað hvort nær ósýnilegir í leiknum þar sem þeir sáust einfaldlega ekki eða þegar þeir sáust þá þóttust þeir vera að leika keilur. Besta dæmið um það var annað mark Blika sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Það var líkt og Blikar væru í uppspils æfingu þar sem ekki mætti klukka liðið með boltann. Vítaspyrnur KA manna KA brenndi af tveimur vítaspyrnum í 0-1 tapi gegn Val. Akureyringar hafa nú brennt af fjórum vítaspyrnum í röð og gætu þau verið dýrkeypt þegar uppi er staðið. Hallgrímur Mar Steingrímsson brenndi af víti í 0-1 tapi gegn Víkingum. Jonathan Hendrickx og Sebastiaan Brebels gerðu svo slíkt hið sama í þessu 0-1 tapi gegn Val. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 2-1 | Stjörnumenn taplausir í fjórum leikjum í röð Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni. 20. júní 2021 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍA 3-1 | Botnliðið í vandræðum Fylkismenn tóku á móti Skagamönnum á Würth vellinum í dag á þessum sólríka sunnudegi. Skagamenn voru án fyrirliða síns, Óttars Bjarna, sem að fékk rautt spjald í seinasta leik gegn KA eftir hættulega tæklingu. 20. júní 2021 18:58 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum KA og Valur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í dag. Valsmenn fóru að lokum með 0-1 sigur af hólmi eftir virkilega hraðan og skemmtilegan leik. 20. júní 2021 20:01 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 1-0 | Annar sigur Keflvíkinga í röð Keflavík hafði betur gegn Leikni í nýliðaslagnum og er búið að vinna tvo leiki í röð. 20. júní 2021 22:30 Í beinni: Víkingur R. - KR | KR-ingar hafa ekki tapað stigi á móti Víkingum í þrjú ár Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. 21. júní 2021 21:09 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - HK 2-1 | Stjörnumenn taplausir í fjórum leikjum í röð Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni. 20. júní 2021 20:04
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍA 3-1 | Botnliðið í vandræðum Fylkismenn tóku á móti Skagamönnum á Würth vellinum í dag á þessum sólríka sunnudegi. Skagamenn voru án fyrirliða síns, Óttars Bjarna, sem að fékk rautt spjald í seinasta leik gegn KA eftir hættulega tæklingu. 20. júní 2021 18:58
Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum KA og Valur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í dag. Valsmenn fóru að lokum með 0-1 sigur af hólmi eftir virkilega hraðan og skemmtilegan leik. 20. júní 2021 20:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 1-0 | Annar sigur Keflvíkinga í röð Keflavík hafði betur gegn Leikni í nýliðaslagnum og er búið að vinna tvo leiki í röð. 20. júní 2021 22:30
Í beinni: Víkingur R. - KR | KR-ingar hafa ekki tapað stigi á móti Víkingum í þrjú ár Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. 21. júní 2021 21:09