Katla klífur topplista út um allan heim Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júní 2021 12:06 Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk í þáttunum sem frumsýndir voru 17. júní. NETFLIX/LILJA JÓNSDÓTTIR Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. Netflix gefur sjaldan upp fjölda spilana fyrir þætti og bíómyndir. Veitan heldur aftur á móti utan um topp tíu lista fyrir vinsælasta efni hvers lands fyrir sig og er hægt að fletta þeim upp á síðum á borð við FlixPatrol. Á síðunni má meðal annars sjá að Katla hefur ratað inn á slíka lista víða um heim, meðal annars í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Afríku og vitanlega Evrópu. Einnig má sjá að þáttaröðin rauk upp í fyrsta sætið á Netflix á Íslandi strax eftir frumsýningu og hefur haldið því sæti síðan. Enda hafa þættirnir verið á allra vörum hér á landi. Þáttaröðin er í öðru til þriðja sæti í Króatíu, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi, Sviss, Úrúgvæ og Svíþjóð. En þættirnir gerast að hluta til í Svíþjóð og fer sænska leikkonan Aliette Opheim með hlutverk í þáttunum. Sænska leikkonan Aliette Opheim fer með stórt hlutverk í þáttaröðinni Kötlu.NETFLIX/LILJA JÓNSDÓTTIR Vaxandi vinsældir Þáttaröðin er meðal annars á topplistum í Bretlandi og Ástralíu og datt einnig inn á lista í Bandaríkjunum í gær, sem þykir mjög eftirsóknarvert. Þá fær þáttaröðin að meðaltali 5,6 í einkunnagjöf á Netflix en 7,3 á vefsíðunni IMDb. Daginn eftir frumsýningu var þáttaröðin á helmingi færri vinsældalistum en hún er nú. Síðustu listar birtust í gær og verður spennandi að fylgjast með vinsældum þáttanna sem virðast aðeins fara vaxandi. Katla var frumsýnd á Netflix 17. júní og strax aðgengileg út um allan heim.Netflix/Lilja Jónsdóttir Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Netflix gefur sjaldan upp fjölda spilana fyrir þætti og bíómyndir. Veitan heldur aftur á móti utan um topp tíu lista fyrir vinsælasta efni hvers lands fyrir sig og er hægt að fletta þeim upp á síðum á borð við FlixPatrol. Á síðunni má meðal annars sjá að Katla hefur ratað inn á slíka lista víða um heim, meðal annars í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Afríku og vitanlega Evrópu. Einnig má sjá að þáttaröðin rauk upp í fyrsta sætið á Netflix á Íslandi strax eftir frumsýningu og hefur haldið því sæti síðan. Enda hafa þættirnir verið á allra vörum hér á landi. Þáttaröðin er í öðru til þriðja sæti í Króatíu, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi, Sviss, Úrúgvæ og Svíþjóð. En þættirnir gerast að hluta til í Svíþjóð og fer sænska leikkonan Aliette Opheim með hlutverk í þáttunum. Sænska leikkonan Aliette Opheim fer með stórt hlutverk í þáttaröðinni Kötlu.NETFLIX/LILJA JÓNSDÓTTIR Vaxandi vinsældir Þáttaröðin er meðal annars á topplistum í Bretlandi og Ástralíu og datt einnig inn á lista í Bandaríkjunum í gær, sem þykir mjög eftirsóknarvert. Þá fær þáttaröðin að meðaltali 5,6 í einkunnagjöf á Netflix en 7,3 á vefsíðunni IMDb. Daginn eftir frumsýningu var þáttaröðin á helmingi færri vinsældalistum en hún er nú. Síðustu listar birtust í gær og verður spennandi að fylgjast með vinsældum þáttanna sem virðast aðeins fara vaxandi. Katla var frumsýnd á Netflix 17. júní og strax aðgengileg út um allan heim.Netflix/Lilja Jónsdóttir
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08
„Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32
Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54