Arnar um áhugann á Brynjari: Verður að koma í ljós Árni Gísli Magnússon skrifar 20. júní 2021 19:19 Arnar Grétarsson var svekktur. vísir/hulda margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Patrick Pedersen skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu þegar hann kláraði færi sitt vel í teignum eftir að Haukur Páll hafði flikkað boltanum til hans eftir innkast við vítateig heimamanna. „Þeir skoruðu þetta mark og við skoruðum ekki. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og sköpum okkur einhver færi, þetta var náttúrulega tiltölulega lokaður leikur, ég held að Valur hafi fengið tvö skallafæri eftr föst leikatriði, þeir eru sterkir í því. Svo eitt skipti þar sem við erum að gefa þeim besta færið hjá þeim í fyrri hálfleik. Við fáum tvö víti og komumst einn á móti markmanni, fáum skalla í kjörstöðu. Þetta er bara svekkjandi og það er bara það sem skilur á milli í þessu, að setja boltann yfir línuna. En ég er mjög ánægður með heildarbraginn á liðinu en hrikalega svekktur með úrslitin.” KA hefur núna klúðrað fjórum vítum í röð eftir að tvö víti þeirra fóru forgörðum í dag. Arnar var spurður hvort þetta sé ekki eitthvað sem þurfi að fara vel yfir. „Það er alveg klárt, við erum búnir að klúðra fjórum vítum og það er búið að kosta okkur. Í tvö skiptin allavega erum við að tapa leikjum þegar við klúðrum vítum. Það er bara dýrt, missa Val núna í 7 stig. Við eigum tvo leiki inni og það er stórmunur á jafntefli eða tapi, þetta eru þessir litlu hlutir sem skilja á milli. Þetta er líka svekkjandi því við erum búnir að tala um það fyrir leik að Patrick (Pedersen) er mjög klókur í föstum leikatriðum að droppa niður á fjærsvæðið og það er svo svekkjandi að þú sérð hann skora mark þar sem hann lúrir, byrjar og droppar og við sogumst að boltanum, það er mjög svekkjandi líka af því við erum búnir að tala um þetta fyrir að þetta er það sem hann gerir og hann er þeirra aðalmarkaskorari. En við þurfum bara að halda áfram, það er ekkert annað í stöðunni.” Arnar var ósáttur með færanýtingu sinna manna og að Patrick Pedersen hafi fengið að skora þetta mark á fjærstönginni eftir fast leikatriði. „Það gefur augaleið að þegar tvö góð lið eru spila að þú ert ekki með boltann allan tímann í leiknum en ég held samt að við höfum verið með boltann töluvert meira en þeir heilt yfir en það telur bara ekkert, það skiptir ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að skora mörk og búa til færi. Við gerum alveg nóg af því, við fáum tvær vítaspyrnur og einhver tvö eða þrjú önnur fín færi en við þurfum að nýta þau og það er náttúrulega svekkjandi. Við fáum náttúrulega víti á topptíma, á 43. mínútu að mig minnir í stöðunni 0-0. Það er svolítið önnur staða en fara inn í hálfleik með 1-0 eða 0-0. Engu að síður höfum við ekki verið að fá mikið af mörkum á okkur og ekki heldur færum. Valur skapaði sér mjög lítið, bara föst leikatriði og markið kemur úr föstu leikatriði, þeir eiga tvo skalla eftir föst leikatriði. Maður er svolítið svekktur með niðurstöðuna en við breytum henni ekki því miður.” „Ekki svo ég vissi, það hefur kannski eitthvað komið fyrir í leiknum, en hann var ekki tæpur fyrir leik og var ekki að kvarta í hálfleik. Þannig það er bara vonandi að hann sé í lagi”, sagði Arnar aðspurður hvort Brynjar Ingi hafi verið eitthvað tæpur fyrir leikinn þar sem hann virtist vera mikið að halda utan um nárann á sér á tímabili í fyrri hálfleik. Brynjar Ingi hefur mikið verið orðaður við önnur félög að undanförnu en Arnar segir að ekkert sé fast í hendi enn sem komið er. „Það verður bara að koma í ljós. Það er búinn að vera gríðarlegur áhugi á honum og eitthvað búið að vera tala við KA. Á meðan hann er samningsbundinn og ekki búinn að skrifa undir eitt né neitt þá náttúrulega gerum við bara ráð fyrir honum. Maður óskar honum alls hins besta ef að verður en á meðan það er ekki búið að klára neitt er hann bara leikmaður KA og hann einbeitir sér að því þangað til annað kemur upp á bátinn.” „Já ég tel að það sé mjög líklegt ef hann yfirgefur okkur að við myndun reyna að bæta við einum leikmanni”, sagði Arnar þegar hann var spurður hvort nýr hafsent yrði fenginn til liðsins ef svo færi að Brynjar Ingi myndi yfirgefa félagið. Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Það var vítaspyrnuveisla er Valur vann 1-0 sigur á KA er liðin mættust í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í dag. 20. júní 2021 17:53 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Patrick Pedersen skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu þegar hann kláraði færi sitt vel í teignum eftir að Haukur Páll hafði flikkað boltanum til hans eftir innkast við vítateig heimamanna. „Þeir skoruðu þetta mark og við skoruðum ekki. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og sköpum okkur einhver færi, þetta var náttúrulega tiltölulega lokaður leikur, ég held að Valur hafi fengið tvö skallafæri eftr föst leikatriði, þeir eru sterkir í því. Svo eitt skipti þar sem við erum að gefa þeim besta færið hjá þeim í fyrri hálfleik. Við fáum tvö víti og komumst einn á móti markmanni, fáum skalla í kjörstöðu. Þetta er bara svekkjandi og það er bara það sem skilur á milli í þessu, að setja boltann yfir línuna. En ég er mjög ánægður með heildarbraginn á liðinu en hrikalega svekktur með úrslitin.” KA hefur núna klúðrað fjórum vítum í röð eftir að tvö víti þeirra fóru forgörðum í dag. Arnar var spurður hvort þetta sé ekki eitthvað sem þurfi að fara vel yfir. „Það er alveg klárt, við erum búnir að klúðra fjórum vítum og það er búið að kosta okkur. Í tvö skiptin allavega erum við að tapa leikjum þegar við klúðrum vítum. Það er bara dýrt, missa Val núna í 7 stig. Við eigum tvo leiki inni og það er stórmunur á jafntefli eða tapi, þetta eru þessir litlu hlutir sem skilja á milli. Þetta er líka svekkjandi því við erum búnir að tala um það fyrir leik að Patrick (Pedersen) er mjög klókur í föstum leikatriðum að droppa niður á fjærsvæðið og það er svo svekkjandi að þú sérð hann skora mark þar sem hann lúrir, byrjar og droppar og við sogumst að boltanum, það er mjög svekkjandi líka af því við erum búnir að tala um þetta fyrir að þetta er það sem hann gerir og hann er þeirra aðalmarkaskorari. En við þurfum bara að halda áfram, það er ekkert annað í stöðunni.” Arnar var ósáttur með færanýtingu sinna manna og að Patrick Pedersen hafi fengið að skora þetta mark á fjærstönginni eftir fast leikatriði. „Það gefur augaleið að þegar tvö góð lið eru spila að þú ert ekki með boltann allan tímann í leiknum en ég held samt að við höfum verið með boltann töluvert meira en þeir heilt yfir en það telur bara ekkert, það skiptir ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að skora mörk og búa til færi. Við gerum alveg nóg af því, við fáum tvær vítaspyrnur og einhver tvö eða þrjú önnur fín færi en við þurfum að nýta þau og það er náttúrulega svekkjandi. Við fáum náttúrulega víti á topptíma, á 43. mínútu að mig minnir í stöðunni 0-0. Það er svolítið önnur staða en fara inn í hálfleik með 1-0 eða 0-0. Engu að síður höfum við ekki verið að fá mikið af mörkum á okkur og ekki heldur færum. Valur skapaði sér mjög lítið, bara föst leikatriði og markið kemur úr föstu leikatriði, þeir eiga tvo skalla eftir föst leikatriði. Maður er svolítið svekktur með niðurstöðuna en við breytum henni ekki því miður.” „Ekki svo ég vissi, það hefur kannski eitthvað komið fyrir í leiknum, en hann var ekki tæpur fyrir leik og var ekki að kvarta í hálfleik. Þannig það er bara vonandi að hann sé í lagi”, sagði Arnar aðspurður hvort Brynjar Ingi hafi verið eitthvað tæpur fyrir leikinn þar sem hann virtist vera mikið að halda utan um nárann á sér á tímabili í fyrri hálfleik. Brynjar Ingi hefur mikið verið orðaður við önnur félög að undanförnu en Arnar segir að ekkert sé fast í hendi enn sem komið er. „Það verður bara að koma í ljós. Það er búinn að vera gríðarlegur áhugi á honum og eitthvað búið að vera tala við KA. Á meðan hann er samningsbundinn og ekki búinn að skrifa undir eitt né neitt þá náttúrulega gerum við bara ráð fyrir honum. Maður óskar honum alls hins besta ef að verður en á meðan það er ekki búið að klára neitt er hann bara leikmaður KA og hann einbeitir sér að því þangað til annað kemur upp á bátinn.” „Já ég tel að það sé mjög líklegt ef hann yfirgefur okkur að við myndun reyna að bæta við einum leikmanni”, sagði Arnar þegar hann var spurður hvort nýr hafsent yrði fenginn til liðsins ef svo færi að Brynjar Ingi myndi yfirgefa félagið.
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Það var vítaspyrnuveisla er Valur vann 1-0 sigur á KA er liðin mættust í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í dag. 20. júní 2021 17:53 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Það var vítaspyrnuveisla er Valur vann 1-0 sigur á KA er liðin mættust í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í dag. 20. júní 2021 17:53
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki