Gagnrýnir aðkomu Boga Nils að auglýsingu Kvenréttindafélagsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 15:05 Auglýsing Kvennréttindafélags Íslands sem kom út í gær í tilefni kvennréttindadagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir gagnrýnir aðkomu Boga Nils Bogasonar að auglýsingu Kvenréttindafélags Íslands. Hún sakar hann um að hafa leitt aðför gegn kvennastétt fyrir ári síðan. Auglýsingin kom út í gær í tilefni kvenréttindadagsins. Í auglýsingunni má sjá áhrifamikla einstaklinga úr samfélaginu í endurgerð af þjóðþekkta málverkinu „Þjóðfundurinn“ eftir Gunnlaug Blöndal. Á þjóðfundinum stóðu á fimmta tug karlmanna á fætur og sögðu „Vér mótmælum allir“. Auglýsingastofan Brandenburg gaf auglýsinguna út og vakti hún talsverða athygli í gær. „Við skorum á okkur sjálf og ykkur öll að fjölga konum í áhrifastöðum og tryggja sömuleiðis jafnrétti og fjölbreytileika í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Íslandi til heilla um alla framtíð,“ segir í auglýsingunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair er einn af þeim sem kemur fram í auglýsingunni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og aðgerðasinni, gagnrýnir aðkomu hans á Facebook síðu sinni. „Ömurleg aðför að kvennastétt“ Sólveig segir ekki vera nema rétt ár síðan Bogi Nils leiddi „eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hefur í íslenskri vinnumarkaðs-pólitík, þegar að Icelandair og SA „union-böstuðu“ Flugfreyjufélag Íslands í miðri kjaradeilu“. „Eins og þið munið kannski var planið að fá karlastéttina flugmenn til að ganga í störf flugfreyja. Ég hefði sagt „Þetta mun aldrei gleymast“ en mig langar ekki að segja ósatt,“ segir Sólveig Anna. „Á Íslandi er ár afskaplega langur tími; á endanum skiptir mestu máli að sýna að „við erum öll í þessu saman“, sponsuð af Íslandsbanka og Landsvirkjun, öll í því saman að mótmæla einhverju, svo lengi sem það er bara nægilega yfirborðskennt og óljóst.“ Þá bendir Sólveig einnig á að hvorki henni né Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hafi verið boðið að vera með í auglýsingunni, þrátt fyrir að hafa skipulagt söguleg kvennaverkföll láglaunakvenna með góðum árangri. Auglýsinga- og markaðsmál Jafnréttismál Icelandair Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Auglýsingin kom út í gær í tilefni kvenréttindadagsins. Í auglýsingunni má sjá áhrifamikla einstaklinga úr samfélaginu í endurgerð af þjóðþekkta málverkinu „Þjóðfundurinn“ eftir Gunnlaug Blöndal. Á þjóðfundinum stóðu á fimmta tug karlmanna á fætur og sögðu „Vér mótmælum allir“. Auglýsingastofan Brandenburg gaf auglýsinguna út og vakti hún talsverða athygli í gær. „Við skorum á okkur sjálf og ykkur öll að fjölga konum í áhrifastöðum og tryggja sömuleiðis jafnrétti og fjölbreytileika í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Íslandi til heilla um alla framtíð,“ segir í auglýsingunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair er einn af þeim sem kemur fram í auglýsingunni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og aðgerðasinni, gagnrýnir aðkomu hans á Facebook síðu sinni. „Ömurleg aðför að kvennastétt“ Sólveig segir ekki vera nema rétt ár síðan Bogi Nils leiddi „eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hefur í íslenskri vinnumarkaðs-pólitík, þegar að Icelandair og SA „union-böstuðu“ Flugfreyjufélag Íslands í miðri kjaradeilu“. „Eins og þið munið kannski var planið að fá karlastéttina flugmenn til að ganga í störf flugfreyja. Ég hefði sagt „Þetta mun aldrei gleymast“ en mig langar ekki að segja ósatt,“ segir Sólveig Anna. „Á Íslandi er ár afskaplega langur tími; á endanum skiptir mestu máli að sýna að „við erum öll í þessu saman“, sponsuð af Íslandsbanka og Landsvirkjun, öll í því saman að mótmæla einhverju, svo lengi sem það er bara nægilega yfirborðskennt og óljóst.“ Þá bendir Sólveig einnig á að hvorki henni né Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hafi verið boðið að vera með í auglýsingunni, þrátt fyrir að hafa skipulagt söguleg kvennaverkföll láglaunakvenna með góðum árangri.
Auglýsinga- og markaðsmál Jafnréttismál Icelandair Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira