Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Póllandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2021 08:35 Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Varsjá í gær, þeirri fyrstu frá árinu 2019. Getty/Attila Husejnow Þúsundir gengu í gleðigöngu í Varsjá í gær og var þetta stærsti hinseginviðburður í sögu Póllands. Gangan er talið merki um andstöðu gegn yfirvöldum en hinseginréttindum hefur farið mikið aftur undanfarin ár. Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina. Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina.
Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59
Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent