Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. júní 2021 07:00 Tryggvi Björn Davíðsson (vinstri) og Haukur Skúlason (hægri) eru stofnendur Indó banka. vísir/aðsend Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. Bankinn ber heitið Indó og verður fyrsti svokallaði áskorendabankinn á Íslandi. Það er nýyrði yfir banka fjártækninnar sem leggja áherslu á rafrænan rekstur, kannski helst í gegnum snjallforrit. „Bankinn verður einfaldur og þægilegur sem okkur finnst vera algjör lykilatriði,“ segir Haukur Skúlason, annar stofnenda bankans. Með honum í verkefninu er Tryggvi Björn Davíðsson og hafa þeir báðir mikla reynslu úr bankageiranum; störfuðu lengi hjá Íslandsbanka og Tryggvi Björn einnig hjá bönkum í Bretlandi. „Við sáum tækifæri á markaðnum hér fyrir svona áskorendabanka sem hafa verið að skjóta upp kollinum í útlöndum með góðum árangri,“ segir Haukur. Verkefnið hefur verið í pípunum í rúm tvö ár og er nú allt að taka á sig mynd – stefnan er að hefja starfsemi fyrir prufuhóp á síðari hluta ársins og vonandi að opna reksturinn fyrir öllum sem vilja strax á næsta ári. Haukur segir að um 180 milljónum hafi verið safnað í verkefnið á þessum tveimur árum. Þar af hafi langmest farið í alls konar leyfisveitingar og önnur grundvallaratriði. Á bak við verkefnið standa ýmsir fjárfestar, þar á meðan Kevin Laws, einn stofnenda og forstjóri stærstu bandarísku englafjárfestasamtakanna Angel list. Davíð og Golíat Það eru sjaldan mikil tíðindi af samkeppni á bankamarkaðinum. Bankageirinn er heldur stöðugur og útilokandi; hér á landi starfa þrír stórir bankar, Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki, sem voru stofnaðir eftir hrun á grunni mun eldri banka. Við þá bætist svo einn minni en mun sérhæfðari fjárfestingarbanki, Kvika, sem er einnig stofnaður á grunni ýmissa eldri fjármálastofnana. Og við flóruna bætist svo Indó á næstunni. Hann verður að flokkast sem smærri banki eins og Kvika en ólíkt henni mun Indó ekki sérhæfa sig í fjárfestingum eða eignastýringu heldur fara í beina samkeppni við stóru bankana um kortareikninga, launareikninga og sparnaðarreikninga almennings. Það er þó á brattann að sækja fyrir Indó því samkvæmt rannsóknum eru Íslendingar til að mynda þrefalt líklegri til að skilja við maka sinn heldur en að skipta um banka. Íslendingar virðast með eindæmum íhaldssamir þegar kemur að þessu en til samanburðar eru Svíar fjórfalt líklegri til að skipta um banka en Íslendingar. Haukur er þrátt fyrir þetta mjög bjartsýnn: „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu undanfarið og það bendir allt til þess að neytendur séu mjög jákvæðir og opnir fyrir nýjum aðilum á bankamarkaðinum.“ Hann telur Indó þá hafa ýmsa kosti fram yfir stóru bankana bæði í innri rekstri og þjónustu við viðskiptavini. Undanfarin ár hefur verið mjög greinileg þróun meðal stóru bankana í þá átt að færa rekstur sinn yfir á rafrænt form. Útibúum, gjaldkerum og öðru starfsfólki bankanna fækkar ört og við hlutverki þeirra taka öpp og heimabankar. Þetta virðist þó vera þróun sem bankarnir taka í nokkrum skrefum og er jafnvel aðeins komin hálfa leið. Sjá einnig: Tólf sagt upp hjá Íslandsbanka. Sjá einnig: Uppsagnir hjá Arion banka. Sjá einnig: Uppsagnir hjá Landsbankanum. Indó tekur þetta þó alla leið og verður að öllu leyti rafrænn. Það er vopnið sem litli bankinn telur sig geta keppt við risana með (auk nokkurra annarra þó). Veist alltaf hvað gert er við peninginn þinn Það gefur auga leið að kostnaður við reksturinn verður margfalt minni þegar ekki þarf að reka útibú og greiða fjölda starfsfólks til að þjónusta viðskiptavini. „Við höfum verið með fimm starfsmenn með okkur auk nokkurra ráðgjafa. Þetta er gríðarlega öflugt teymi sem hefur komið að því að þróa þetta módel með okkur,“ segir Haukur. Rafrænt rekstrarform sé einnig hentugt fyrir viðskiptavini; það verður skilvirkara og aðgengilegra með þægilegu viðmóti í appi. Haukur nefnir þó annan kost sem Indó mun hafa fram yfir hina viðskiptabankana: „Þú veist hvað við gerum við peningana þína.“ Hann útskýrir þetta nánar; Indó mun ekki ráðstafa því fjármagni sem viðskiptavinir þeirra leggja inn á reikninga bankans með fjárfestingum, viðskiptum eða lánum til annarra viðskiptavina, heldur geyma allan peninginn hjá Seðlabanka Íslands. „Okkur finnst að fólk eigi rétt á að vita hvað er gert við peninginn sem það leggur inn á reikninginn sinn. Hjá okkur verður hægt að fylgjast alveg með því hvert peningurinn fer og hvað er gert við hann. Hann verður líka að fullu ríkistryggður, óháð upphæð, sem er ólíkt hinum bönkunum,“ segir Haukur. Indó ætlar sér einnig að bjóða betri vaxtakjör og hagstæðari þjónustugjöld en hinir bankarnir. Tólf til fjórtán hundruð hafa skráð sig í Indó Indó mun hefja starfsemi sína í lok sumars eða byrjun hausts fyrir afmarkaðan prufuhóp. Haukur segir að fólk hafi skráð sig á lista hjá bankanum og hleypt verði inn af honum í nokkrum hollum til að prufukeyra viðskiptamódelið. Um tólf til fjórtán hundruð manns hafa skráð sig í þann hóp og vonast Haukur til að bankinn verði búinn að taka við þeim öllum í vetur og opni svo fyrir almenning vonandi sem fyrst á næsta ári. Því gæti verið stutt í að landslagið breytist allverulega í íslensku bankakerfi, því Indó gæti auðvitað ýtt við stóru bönkunum ef vel gengur. Stórar breytingar fram undan á bankakerfinu Vísir ræddi við Evu Björk Guðmundsdóttur, formann Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi, í fyrra um fjártæknibanka. Hún reifaði þar þróun bankamarkaðarins erlendis, þar sem fjártæknifyrirtæki væru að koma sterk inn með stafræna banka. Þar sagði hún meðal annars: „Við erum þegar að sjá víðs vegar um Evrópu fjártæknifyrirtæki eða áskorendabanka á borð við Monzo og Revolut eru að ryðja sér til rúms og tæknirisar eins Apple og Google eru á hraðleið inn í bankageirann sem koma til með að gjörbreyta landslaginu. Ef bankarnir hreyfa sig ekki með breytingunum þá mun starfsfólk jafnvel á endanum snúa sér til þeirra sem ætla sér að verða leiðandi afl í fjármálageira framtíðarinnar. Það er því jafn mikilvægt fyrir bankann sem og fólkið sem að vinnur í þessum geira að mæta tæknibreytingum með jákvæðum og opnum hug.“ Það er ekki annað að sjá en að þessi þróun sé hafin á Íslandi með stafræna bankanum Indó. Íslenskir bankar Fjártækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bankinn ber heitið Indó og verður fyrsti svokallaði áskorendabankinn á Íslandi. Það er nýyrði yfir banka fjártækninnar sem leggja áherslu á rafrænan rekstur, kannski helst í gegnum snjallforrit. „Bankinn verður einfaldur og þægilegur sem okkur finnst vera algjör lykilatriði,“ segir Haukur Skúlason, annar stofnenda bankans. Með honum í verkefninu er Tryggvi Björn Davíðsson og hafa þeir báðir mikla reynslu úr bankageiranum; störfuðu lengi hjá Íslandsbanka og Tryggvi Björn einnig hjá bönkum í Bretlandi. „Við sáum tækifæri á markaðnum hér fyrir svona áskorendabanka sem hafa verið að skjóta upp kollinum í útlöndum með góðum árangri,“ segir Haukur. Verkefnið hefur verið í pípunum í rúm tvö ár og er nú allt að taka á sig mynd – stefnan er að hefja starfsemi fyrir prufuhóp á síðari hluta ársins og vonandi að opna reksturinn fyrir öllum sem vilja strax á næsta ári. Haukur segir að um 180 milljónum hafi verið safnað í verkefnið á þessum tveimur árum. Þar af hafi langmest farið í alls konar leyfisveitingar og önnur grundvallaratriði. Á bak við verkefnið standa ýmsir fjárfestar, þar á meðan Kevin Laws, einn stofnenda og forstjóri stærstu bandarísku englafjárfestasamtakanna Angel list. Davíð og Golíat Það eru sjaldan mikil tíðindi af samkeppni á bankamarkaðinum. Bankageirinn er heldur stöðugur og útilokandi; hér á landi starfa þrír stórir bankar, Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki, sem voru stofnaðir eftir hrun á grunni mun eldri banka. Við þá bætist svo einn minni en mun sérhæfðari fjárfestingarbanki, Kvika, sem er einnig stofnaður á grunni ýmissa eldri fjármálastofnana. Og við flóruna bætist svo Indó á næstunni. Hann verður að flokkast sem smærri banki eins og Kvika en ólíkt henni mun Indó ekki sérhæfa sig í fjárfestingum eða eignastýringu heldur fara í beina samkeppni við stóru bankana um kortareikninga, launareikninga og sparnaðarreikninga almennings. Það er þó á brattann að sækja fyrir Indó því samkvæmt rannsóknum eru Íslendingar til að mynda þrefalt líklegri til að skilja við maka sinn heldur en að skipta um banka. Íslendingar virðast með eindæmum íhaldssamir þegar kemur að þessu en til samanburðar eru Svíar fjórfalt líklegri til að skipta um banka en Íslendingar. Haukur er þrátt fyrir þetta mjög bjartsýnn: „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu undanfarið og það bendir allt til þess að neytendur séu mjög jákvæðir og opnir fyrir nýjum aðilum á bankamarkaðinum.“ Hann telur Indó þá hafa ýmsa kosti fram yfir stóru bankana bæði í innri rekstri og þjónustu við viðskiptavini. Undanfarin ár hefur verið mjög greinileg þróun meðal stóru bankana í þá átt að færa rekstur sinn yfir á rafrænt form. Útibúum, gjaldkerum og öðru starfsfólki bankanna fækkar ört og við hlutverki þeirra taka öpp og heimabankar. Þetta virðist þó vera þróun sem bankarnir taka í nokkrum skrefum og er jafnvel aðeins komin hálfa leið. Sjá einnig: Tólf sagt upp hjá Íslandsbanka. Sjá einnig: Uppsagnir hjá Arion banka. Sjá einnig: Uppsagnir hjá Landsbankanum. Indó tekur þetta þó alla leið og verður að öllu leyti rafrænn. Það er vopnið sem litli bankinn telur sig geta keppt við risana með (auk nokkurra annarra þó). Veist alltaf hvað gert er við peninginn þinn Það gefur auga leið að kostnaður við reksturinn verður margfalt minni þegar ekki þarf að reka útibú og greiða fjölda starfsfólks til að þjónusta viðskiptavini. „Við höfum verið með fimm starfsmenn með okkur auk nokkurra ráðgjafa. Þetta er gríðarlega öflugt teymi sem hefur komið að því að þróa þetta módel með okkur,“ segir Haukur. Rafrænt rekstrarform sé einnig hentugt fyrir viðskiptavini; það verður skilvirkara og aðgengilegra með þægilegu viðmóti í appi. Haukur nefnir þó annan kost sem Indó mun hafa fram yfir hina viðskiptabankana: „Þú veist hvað við gerum við peningana þína.“ Hann útskýrir þetta nánar; Indó mun ekki ráðstafa því fjármagni sem viðskiptavinir þeirra leggja inn á reikninga bankans með fjárfestingum, viðskiptum eða lánum til annarra viðskiptavina, heldur geyma allan peninginn hjá Seðlabanka Íslands. „Okkur finnst að fólk eigi rétt á að vita hvað er gert við peninginn sem það leggur inn á reikninginn sinn. Hjá okkur verður hægt að fylgjast alveg með því hvert peningurinn fer og hvað er gert við hann. Hann verður líka að fullu ríkistryggður, óháð upphæð, sem er ólíkt hinum bönkunum,“ segir Haukur. Indó ætlar sér einnig að bjóða betri vaxtakjör og hagstæðari þjónustugjöld en hinir bankarnir. Tólf til fjórtán hundruð hafa skráð sig í Indó Indó mun hefja starfsemi sína í lok sumars eða byrjun hausts fyrir afmarkaðan prufuhóp. Haukur segir að fólk hafi skráð sig á lista hjá bankanum og hleypt verði inn af honum í nokkrum hollum til að prufukeyra viðskiptamódelið. Um tólf til fjórtán hundruð manns hafa skráð sig í þann hóp og vonast Haukur til að bankinn verði búinn að taka við þeim öllum í vetur og opni svo fyrir almenning vonandi sem fyrst á næsta ári. Því gæti verið stutt í að landslagið breytist allverulega í íslensku bankakerfi, því Indó gæti auðvitað ýtt við stóru bönkunum ef vel gengur. Stórar breytingar fram undan á bankakerfinu Vísir ræddi við Evu Björk Guðmundsdóttur, formann Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi, í fyrra um fjártæknibanka. Hún reifaði þar þróun bankamarkaðarins erlendis, þar sem fjártæknifyrirtæki væru að koma sterk inn með stafræna banka. Þar sagði hún meðal annars: „Við erum þegar að sjá víðs vegar um Evrópu fjártæknifyrirtæki eða áskorendabanka á borð við Monzo og Revolut eru að ryðja sér til rúms og tæknirisar eins Apple og Google eru á hraðleið inn í bankageirann sem koma til með að gjörbreyta landslaginu. Ef bankarnir hreyfa sig ekki með breytingunum þá mun starfsfólk jafnvel á endanum snúa sér til þeirra sem ætla sér að verða leiðandi afl í fjármálageira framtíðarinnar. Það er því jafn mikilvægt fyrir bankann sem og fólkið sem að vinnur í þessum geira að mæta tæknibreytingum með jákvæðum og opnum hug.“ Það er ekki annað að sjá en að þessi þróun sé hafin á Íslandi með stafræna bankanum Indó.
Íslenskir bankar Fjártækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira