Hélt hún væri inni á heimsleikunum ásamt Katrínu Tönju en sætið var tekið af henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 08:30 Þetta voru gríðarleg vonbrigði fyrir Emmu Tall sem var búin að fagna sæti á heimsleikunum. Instagram/@emmtall CrossFit samtökin hafa tekið heimsleikasætið af hinni sænsku Emma Tall þrátt fyrir að hafa áður verið búin að staðfesta úrslitin á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019. CrossFit Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019.
CrossFit Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira