Bjargráður Blind hafði andleg áhrif frekar en líkamleg gegn Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 10:45 Daley Blind er hann kom af velli gegn Úkraínu. Andre Weening/Getty Images Það fór um alla sem horfðu á Christian Eriksen hníga til jarðar í leik Danmerkur og Finnlands í fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu. Eriksen er heill á húfi en fyrir Daley Blind var þetta sem hitti aðeins of nálægt hjartastað. Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti