„Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. júní 2021 18:58 Nadía Lóa, Sveinborg og Róbert Sölvi. ARNAR HALLDÓRSSON Eigendur læðu sem nýlega eignaðist kettlinga telja að eitrað hafi verið fyrir henni með því að gefa henni frostlög. Þeir segja önnur svipuð tilvik hafa komið upp í nágrenninu, nánar tiltekið smáíbúðahverfinu. Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“ Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira