Dæmdur fyrir að hafa sent áfram nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 15:01 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi manninn fyrir brotin en hann mun ekki sæta fangelsisvist. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur brotlegur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot í nánu sambandi. Maðurinn hafði meðal annars hótað fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður ítrekað, og sent nektarmyndir af henni áfram á fleiri aðila. Maðurinn mun ekki sæta refsingu en honum er gert að greiða allan málskostnað. Dómurinn féll þann 9. júní síðastliðinn. Var manninum meðal annars gert að sök að hafa hótað fyrrverandi kærustu sinni ítrekað í gegn um samskiptaforritið Messenger. Hann hafði meðal annars sent konunni nektarmyndir af henni og ýjað að því að hann gæti birt hana á veraldarvefnum. Þá hafði hann hótað því að senda nektarmyndir af henni á þriðja aðila svaraði hún ekki símhringingum hans. Stuttu síðar lét hann verða af hótununum með því að senda myndina áfram og í kjölfarið tók hann skjáskot af því að hann hafi sent myndina, og sendi konunni skjáskotið. Með skjáskotinu sendi hann textann: „Þu valdir tetta.“ Þá hafði maðurinn brotist inn á aðgang fyrrverandi kærustunnar á Facebook, sem hún hafði þá sjálf í notkun, og í gegn um einkaskilaboð á hennar aðgangi hótað þáverandi kærasta konunnar: „If you ever talk to A again i will fuck you up and make your life a living hell. Never talk to her again!!!! I will find you and brake your face and every bone in your body,“ skrifaði maðurinn í skilaboðunum til þáverandi kærasta konunnar. Þá hafði maðurinn einnig sent konunni skjáskot sem sýndi samskipti mannsins og þriðja aðila þar sem maðurinn sagðist eiga myndband af konunni í kynferðislegum athöfnum. Maðurinn viðurkenndi öll brotin og taldist því sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þau. Maðurinn hefur þrisvar sinnum áður sætt refsingu, meðal annars vegna ráns og umferðarlagabrota, fíkniefnalaga- og lyfjabrota og líkamsárásar og stórfelldar líkamsárásar. Maðurinn hefur fyrir þessi brot setið í fangelsi í fjögur og hálft ár. Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Dómurinn féll þann 9. júní síðastliðinn. Var manninum meðal annars gert að sök að hafa hótað fyrrverandi kærustu sinni ítrekað í gegn um samskiptaforritið Messenger. Hann hafði meðal annars sent konunni nektarmyndir af henni og ýjað að því að hann gæti birt hana á veraldarvefnum. Þá hafði hann hótað því að senda nektarmyndir af henni á þriðja aðila svaraði hún ekki símhringingum hans. Stuttu síðar lét hann verða af hótununum með því að senda myndina áfram og í kjölfarið tók hann skjáskot af því að hann hafi sent myndina, og sendi konunni skjáskotið. Með skjáskotinu sendi hann textann: „Þu valdir tetta.“ Þá hafði maðurinn brotist inn á aðgang fyrrverandi kærustunnar á Facebook, sem hún hafði þá sjálf í notkun, og í gegn um einkaskilaboð á hennar aðgangi hótað þáverandi kærasta konunnar: „If you ever talk to A again i will fuck you up and make your life a living hell. Never talk to her again!!!! I will find you and brake your face and every bone in your body,“ skrifaði maðurinn í skilaboðunum til þáverandi kærasta konunnar. Þá hafði maðurinn einnig sent konunni skjáskot sem sýndi samskipti mannsins og þriðja aðila þar sem maðurinn sagðist eiga myndband af konunni í kynferðislegum athöfnum. Maðurinn viðurkenndi öll brotin og taldist því sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þau. Maðurinn hefur þrisvar sinnum áður sætt refsingu, meðal annars vegna ráns og umferðarlagabrota, fíkniefnalaga- og lyfjabrota og líkamsárásar og stórfelldar líkamsárásar. Maðurinn hefur fyrir þessi brot setið í fangelsi í fjögur og hálft ár.
Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira