Næsti Balti er rauðhærður Grindvíkingur Jakob Bjarnar skrifar 17. júní 2021 07:01 Óskar Kristinn kvikmyndaleikstjóri komst inn í hinn eftirsótta skóla Danske Film School og á mynd á Cannes-hátíðinni. Óskar Kristinn Vignisson kvikmyndaleikstjóri er að ljúka námi við Danske Film School og gerir það með glans. Útskrifarmynd hans fer beint á kvikmyndahátíðina í Cannes – sem er fáheyrt. Þetta mun vera í fyrsta skipti í 18 ár sem útskriftarnemandi í Danske Film School kemst með útskriftarmynd beint á Cannes. Um er að ræða myndina Frie Mænd og verður hún sýnd í því sem heitir Cinefondation-flokkur á hátíðinni. Vísir heyrði í Óskari Kristni en honum var nánast brugðið vera ávarpaður kvikmyndaleikstjóri. „Já, svo virðist vera,“ segir Óskar. Hann hefur þurft að sitja á þessum upplýsingum, um að myndin hafi verið valin til sýninga á þessari einni helstu kvikmyndahátíð veraldar. „Þetta er búið að vera leyndarmál í mjög langan tíma. Þau voru loks að gefa þetta út. Ég hef þurft að sitja á þeim upplýsingum í tvo og hálfan mánuð. Ótrúlega þakklátur og stoltur yfir þessu. Lygilegt.“ Þegar Vísi bárust upplýsingar um að Frie Mænd yrðu til sýninga á Cannes fylgdi þeirri sögu sú staðhæfing að þarna væri um að ræða okkar næsta Baltasar Kormák, og að hann væri rauðhærður Grindvíkingur. Í gríni og alvöru. Óskar veit ekki alveg hvað skal um það segja. „Ég veit það ekki. Fyndið að heyra þetta. Ég held að Balti verði alltaf Balti og ég verði ég. Myndi kannski ekki setja þetta þannig upp en ég tek því sem hrósi.“ Alinn upp við slor og smíðar í Grindavík Og engin ástæða til annars. Óskar Kristinn er fæddur og uppalinn í Grindavík og flutti þaðan á sínum tíma til Reykjavíkur til að nema myndlist. „En í raun er ég alinn upp í þessu; fisk og smíðaumhverfi alla mína æsku og unglingsár. Svo flutti ég í borgina, fyrst til að fara í Myndlistarskóla Reykjavíkur og svo í framhaldinu Listaháskólann. Þar sem ég læri myndlist.“ Er hægt að segja að þú nálgist kvikmyndagerðina út frá þeim vinkli? „Jahh, þar byrjaði ég. En það var alltaf pælingin. Mig langaði alltaf að gera kvikmyndir en ég var lengi feiminn við að stíga það skref til fulls. Að kalla sig kvikmyndagerðarmann var í slíkri stjörnufjarlægð að ég hugsaði með mér að það væri sniðugt að fara í myndlist. Íslendingar ættu að eiga auðvelt með að tengja við umfjöllunarefnið og viðfangsefni myndarinnar sem tekin er í Hanstholm, þar sem finna má Íslendinganýlendu.skjáskot úr Frie Mænd Svo reyndist það góður grunnur, fékk mikið út úr því og skilningarvitin skerpt. Ég kynntist góðu fólki í Listaháskólanum og þar fékk ég pláss til að gera tilraunir og dýpka þetta sjónræna.“ Eftir útskrift í Listaháskólanum starfaði Óskar Kristinn í móttökunni þar. En hann hafði alltaf auga á Danmörku. „Allt frá því ég sá viðtal við Dag Kára. Ég vissi ekki hver hafði gert Nóa albínóa en ég þekkti Dag Kára sem tónlistarmann. En hann lýsti kvikmyndagerðinni sem svo að þar komi allar listir saman: Grafík, að segja sögu, hljóð og myndir … og það fannst mér spennandi.“ Krítísk kvikmynd í kómískum búningi Óskar Kristinn segist hafa haft augastað á Danske Film School. Hann sótti þar tvisvar um og komst inn í annað skipti. „Ég og kærasta mín fluttum út 2017, fyrir fjórum árum en þetta er fjögurra ára nám. Þá rættist sá draumur að komast inn í skólann, en því hafði fylgt mikil tilhlökkun. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu krefjandi námið var. Maður er nýr maður eftir að hafa farið í gegnum það. En gefandi og gott.“ Þetta hafa reynst viðburðarrík ár. Óskar Kristinn er nú 32 ára gamall en fyrir tveimur árum eignuðust hann og kærasta hans Hildur Berglind Arndal, dreng í Danmörku. Og mikið hefur gerst í skólanum, þar var skipt um rektor og svo kórónuveirufárið allt. Óskar Kristinn segist hafa verið sem undir steini þessi árin þó hann hafi gert einhverjar myndir. „Frie Mænd, eða frjálsir menn, er kómísk mynd um vinskap og hvað það þýðir ólíkt, að frelsi þýðir og hvað kostar að fara eigin leiðir. „Myndin fjallar um tvo vitleysinga, inspíreraðir af Steina og Olla, sem vinna í fiskvinnslu og fá það verkefni að laga klósett hjá fórnarlömbum vinnumansals. Þetta er skítakjallari þar sem þrjátíu innflytjendur búa í. Myndin potar í stöðu innflytjenda og þá meðferð sem ódýrt vinnuafl í Evrópu má sæta en sett í kómískan búning.“ Danir framarlega í kvikmyndagerðinni Óskar Kristinn og fjölskylda hans eru í Danmörku og stefna á að vera þar eitthvað lengur. Hildur Berglind er að ljúka þar námi í því sem heitir Global Humanities. „Já, eins og staðan er núna en maður veit hvert leiðin liggur. Hildur er lærður leikari en hefur unnið mikið í músík og reynst ómetanlegur stuðningur og í raun samstarfsmaður í gegnum þetta nám. Draumurinn er að vera hér eitthvað lengur og koma svo heim þegar við erum tilbúin í það.“ Danir hafa skipað sér í fremstu rök í kvikmyndagerðinni. Hafa unnið fleiri Óskarsverðlaun en stærri þjóðir hafa gert. Og árið er gott fyrir Dani á Cannes, þar eiga þeir nokkrar myndir. „Hér er mikil gróska og hefð; þeir eru metnaðarfullir í sinni kvikmyndagerð. Þetta hefur verið lærdómsríkt, að fá ótrúlega reynda kennara og vera með þessu fólki í skóla sem hefur barist fyrir því að komast inn.“ Mikill áfangi að komast inn í skólann Aðeins eru teknir inn sex annað hvert ár í Danske Film School og það var því verulegur áfangi fyrir Óskar Kristinn að komast þar inn. „Virkilega og maður lagði allt í það að komast inn með að gera mynd og sækja um. Umsóknarferlið var frá 3. des til apríl; margir mánuðir í sigtunarferli. Þetta eru blokkir. Það eru teknir sex inn á hvert svið kvikmyndagerðarinnar þannig að þarna finnur þú þitt „krú“. Við tökur myndarinnar Frie Mænd. Mitt lið var alþjóðlegt; ég var með Diönnu í hljóðhönnun en hún er frá Portúgal, tökumaðurinn er frá Noregi og svo var restin dönsk nema tónskáldið er íslenskt: Ólafur Björn Ólafsson. Svo eru þetta danskir leikarar.“ En hvenær megum við Íslendingar svo búast við því að fá að sjá myndina? Það liggur ekki ljóst fyrir, að sögn Óskars Kristins. Hann segir að ekki megi sýna myndina opinberlega fyrr en eftir frumsýninguna í Frakklandi. En hann lofar því að hún verð sýnd á Íslandi. „Íslendingar ættu að eiga auðvelt með að tengja við umfjöllunarefnið og viðfangsefni myndarinnar. Hún er tekin í Hanstholm, þar sem er Íslendinganýlenda; þangað flutti mikið af fólki eftir kreppu 1995 og hefur verið að vinna þar í fiski.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Myndlist Danmörk Cannes Íslendingar erlendis Grindavík Tengdar fréttir Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31 Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þetta mun vera í fyrsta skipti í 18 ár sem útskriftarnemandi í Danske Film School kemst með útskriftarmynd beint á Cannes. Um er að ræða myndina Frie Mænd og verður hún sýnd í því sem heitir Cinefondation-flokkur á hátíðinni. Vísir heyrði í Óskari Kristni en honum var nánast brugðið vera ávarpaður kvikmyndaleikstjóri. „Já, svo virðist vera,“ segir Óskar. Hann hefur þurft að sitja á þessum upplýsingum, um að myndin hafi verið valin til sýninga á þessari einni helstu kvikmyndahátíð veraldar. „Þetta er búið að vera leyndarmál í mjög langan tíma. Þau voru loks að gefa þetta út. Ég hef þurft að sitja á þeim upplýsingum í tvo og hálfan mánuð. Ótrúlega þakklátur og stoltur yfir þessu. Lygilegt.“ Þegar Vísi bárust upplýsingar um að Frie Mænd yrðu til sýninga á Cannes fylgdi þeirri sögu sú staðhæfing að þarna væri um að ræða okkar næsta Baltasar Kormák, og að hann væri rauðhærður Grindvíkingur. Í gríni og alvöru. Óskar veit ekki alveg hvað skal um það segja. „Ég veit það ekki. Fyndið að heyra þetta. Ég held að Balti verði alltaf Balti og ég verði ég. Myndi kannski ekki setja þetta þannig upp en ég tek því sem hrósi.“ Alinn upp við slor og smíðar í Grindavík Og engin ástæða til annars. Óskar Kristinn er fæddur og uppalinn í Grindavík og flutti þaðan á sínum tíma til Reykjavíkur til að nema myndlist. „En í raun er ég alinn upp í þessu; fisk og smíðaumhverfi alla mína æsku og unglingsár. Svo flutti ég í borgina, fyrst til að fara í Myndlistarskóla Reykjavíkur og svo í framhaldinu Listaháskólann. Þar sem ég læri myndlist.“ Er hægt að segja að þú nálgist kvikmyndagerðina út frá þeim vinkli? „Jahh, þar byrjaði ég. En það var alltaf pælingin. Mig langaði alltaf að gera kvikmyndir en ég var lengi feiminn við að stíga það skref til fulls. Að kalla sig kvikmyndagerðarmann var í slíkri stjörnufjarlægð að ég hugsaði með mér að það væri sniðugt að fara í myndlist. Íslendingar ættu að eiga auðvelt með að tengja við umfjöllunarefnið og viðfangsefni myndarinnar sem tekin er í Hanstholm, þar sem finna má Íslendinganýlendu.skjáskot úr Frie Mænd Svo reyndist það góður grunnur, fékk mikið út úr því og skilningarvitin skerpt. Ég kynntist góðu fólki í Listaháskólanum og þar fékk ég pláss til að gera tilraunir og dýpka þetta sjónræna.“ Eftir útskrift í Listaháskólanum starfaði Óskar Kristinn í móttökunni þar. En hann hafði alltaf auga á Danmörku. „Allt frá því ég sá viðtal við Dag Kára. Ég vissi ekki hver hafði gert Nóa albínóa en ég þekkti Dag Kára sem tónlistarmann. En hann lýsti kvikmyndagerðinni sem svo að þar komi allar listir saman: Grafík, að segja sögu, hljóð og myndir … og það fannst mér spennandi.“ Krítísk kvikmynd í kómískum búningi Óskar Kristinn segist hafa haft augastað á Danske Film School. Hann sótti þar tvisvar um og komst inn í annað skipti. „Ég og kærasta mín fluttum út 2017, fyrir fjórum árum en þetta er fjögurra ára nám. Þá rættist sá draumur að komast inn í skólann, en því hafði fylgt mikil tilhlökkun. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu krefjandi námið var. Maður er nýr maður eftir að hafa farið í gegnum það. En gefandi og gott.“ Þetta hafa reynst viðburðarrík ár. Óskar Kristinn er nú 32 ára gamall en fyrir tveimur árum eignuðust hann og kærasta hans Hildur Berglind Arndal, dreng í Danmörku. Og mikið hefur gerst í skólanum, þar var skipt um rektor og svo kórónuveirufárið allt. Óskar Kristinn segist hafa verið sem undir steini þessi árin þó hann hafi gert einhverjar myndir. „Frie Mænd, eða frjálsir menn, er kómísk mynd um vinskap og hvað það þýðir ólíkt, að frelsi þýðir og hvað kostar að fara eigin leiðir. „Myndin fjallar um tvo vitleysinga, inspíreraðir af Steina og Olla, sem vinna í fiskvinnslu og fá það verkefni að laga klósett hjá fórnarlömbum vinnumansals. Þetta er skítakjallari þar sem þrjátíu innflytjendur búa í. Myndin potar í stöðu innflytjenda og þá meðferð sem ódýrt vinnuafl í Evrópu má sæta en sett í kómískan búning.“ Danir framarlega í kvikmyndagerðinni Óskar Kristinn og fjölskylda hans eru í Danmörku og stefna á að vera þar eitthvað lengur. Hildur Berglind er að ljúka þar námi í því sem heitir Global Humanities. „Já, eins og staðan er núna en maður veit hvert leiðin liggur. Hildur er lærður leikari en hefur unnið mikið í músík og reynst ómetanlegur stuðningur og í raun samstarfsmaður í gegnum þetta nám. Draumurinn er að vera hér eitthvað lengur og koma svo heim þegar við erum tilbúin í það.“ Danir hafa skipað sér í fremstu rök í kvikmyndagerðinni. Hafa unnið fleiri Óskarsverðlaun en stærri þjóðir hafa gert. Og árið er gott fyrir Dani á Cannes, þar eiga þeir nokkrar myndir. „Hér er mikil gróska og hefð; þeir eru metnaðarfullir í sinni kvikmyndagerð. Þetta hefur verið lærdómsríkt, að fá ótrúlega reynda kennara og vera með þessu fólki í skóla sem hefur barist fyrir því að komast inn.“ Mikill áfangi að komast inn í skólann Aðeins eru teknir inn sex annað hvert ár í Danske Film School og það var því verulegur áfangi fyrir Óskar Kristinn að komast þar inn. „Virkilega og maður lagði allt í það að komast inn með að gera mynd og sækja um. Umsóknarferlið var frá 3. des til apríl; margir mánuðir í sigtunarferli. Þetta eru blokkir. Það eru teknir sex inn á hvert svið kvikmyndagerðarinnar þannig að þarna finnur þú þitt „krú“. Við tökur myndarinnar Frie Mænd. Mitt lið var alþjóðlegt; ég var með Diönnu í hljóðhönnun en hún er frá Portúgal, tökumaðurinn er frá Noregi og svo var restin dönsk nema tónskáldið er íslenskt: Ólafur Björn Ólafsson. Svo eru þetta danskir leikarar.“ En hvenær megum við Íslendingar svo búast við því að fá að sjá myndina? Það liggur ekki ljóst fyrir, að sögn Óskars Kristins. Hann segir að ekki megi sýna myndina opinberlega fyrr en eftir frumsýninguna í Frakklandi. En hann lofar því að hún verð sýnd á Íslandi. „Íslendingar ættu að eiga auðvelt með að tengja við umfjöllunarefnið og viðfangsefni myndarinnar. Hún er tekin í Hanstholm, þar sem er Íslendinganýlenda; þangað flutti mikið af fólki eftir kreppu 1995 og hefur verið að vinna þar í fiski.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Myndlist Danmörk Cannes Íslendingar erlendis Grindavík Tengdar fréttir Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31 Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31
Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13