„Alls ekki óþekkt að svona staða komi upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 19:35 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Vísir/Arnar Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Sjá meira
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Sjá meira
Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26