Næstráðandi hættir vegna örlagaríks golfhrings Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2021 13:29 Mike Rouleau (lengst til vinstri) segir að hann einn eigi að vera dreginn til ábyrgðar vegna golfhringsins. Getty Næstráðandi innan kanadíska hersins, undirhershöfðinginn Mike Rouleau, hefur ákveðið að láta af störfum eftir að hann spilaði golf með fyrrverandi yfirmanni kanadíska hersins sem nú sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring. Kanada Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring.
Kanada Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira