Mikilvægt að hreyfa sig og dansa á þessum undarlegu tímum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2021 12:30 Elín Halldórsdóttir býr í Sandnes. Tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir segir að viðbrögðin hafi verið ótrúleg við plötunni hennar Be The Love. Platan kom út fyrr í vikunni og hefur verið spiluð meira en tuttugu þúsund sinnum á Spotify. „Platan inniheldur átta frumsamin lög. Ég samdi lögin og tók upp á sex dögum fyrir mánuði síðan. Yfirskriftin hefur merkingu þar sem mér finnst að á þessum skrítnu tímum þurfum við að hætta að leita eftir kærleikanum heldur bara vera sjálf kærleikurinn,“ segir Elín í samtali við Vísi. Þetta er þriðja alþjóðlega útgáfan hennar á árinu. „Sú síðasta náði spilun í fimmtíu löndum og yfir hundrað borgum,“ segir Elín stolt. „Á albúminu eru þrjú lög með danstakti og það er viljandi gert hjá mér að semja undanfarið mikið af lögum með danstakti, því ég trúi því að það sé afar mikilvægt að hreyfa sig og dansa á þessum undarlegu tímum. Hrista þreytuna eða mygluna úr sér og því var það lagt á hjarta mitt að gera taktföst lög sem hægt er að dansa við,“ útskýrir Elín. Tónlistin kemur í gegnum hana „Solitute og Be the Love fjalla um hvað það er mikilvægt að standa með sjálfum sér og sjá það besta í öllum aðstæðum og lagið Under your skin kom til mín eins og í leiðslu og er eina lagið sem ég hef gefið út sem ég söng beint inn og samdi í spuna án þess svo mikið sem skrifa það niður. Í því er smá ábending eða gagnrýni á að þær fjöldabólusetngar sem við erum að horfa upp á eru tilraun og hef ég haft ugg gagnvart þeim frá upphafi. Þetta lag kom með útsetningu og öllu fullskapað á nokkrum mínútum eins og það hefði verið sent, sem mér finnst reynda um alla mína list. Hún kemur bara í gegnum mig, ég er miðillinn. Það vakti mikla furðu mína að ég heyrði nýlega að það er nokkurs konar andspyrnuhreyfing í Ameríku undir yfirskriftinni Under Your Skin gagnvart bólusetningunum, ég vissi það ekki þegar ég samdi lagið en það hefur einmitt þegar verið spilað mikið þar af SoundCloud veitunni sem gefur fyrst út lögin mín, áður en þeim er dreift á þrjátíu miðla.“ Elín starfar nú sem kórstjóri með tveimur barnakórum í Kulturskole Sandnes í Noregi og leysir af sem píanó- og einsöngskennari við skólann. Hún semur sjálf öll sín lög og textana. „Lögin Beautiful Day og Morning Dew urðu til af því móðir mín óskaði eftir að ég byggi til svona róleg instrumental lög með ómandi röddu en engum texta og þau eru ágætt mótvægi við hin fjörugu lögin.“ Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Platan inniheldur átta frumsamin lög. Ég samdi lögin og tók upp á sex dögum fyrir mánuði síðan. Yfirskriftin hefur merkingu þar sem mér finnst að á þessum skrítnu tímum þurfum við að hætta að leita eftir kærleikanum heldur bara vera sjálf kærleikurinn,“ segir Elín í samtali við Vísi. Þetta er þriðja alþjóðlega útgáfan hennar á árinu. „Sú síðasta náði spilun í fimmtíu löndum og yfir hundrað borgum,“ segir Elín stolt. „Á albúminu eru þrjú lög með danstakti og það er viljandi gert hjá mér að semja undanfarið mikið af lögum með danstakti, því ég trúi því að það sé afar mikilvægt að hreyfa sig og dansa á þessum undarlegu tímum. Hrista þreytuna eða mygluna úr sér og því var það lagt á hjarta mitt að gera taktföst lög sem hægt er að dansa við,“ útskýrir Elín. Tónlistin kemur í gegnum hana „Solitute og Be the Love fjalla um hvað það er mikilvægt að standa með sjálfum sér og sjá það besta í öllum aðstæðum og lagið Under your skin kom til mín eins og í leiðslu og er eina lagið sem ég hef gefið út sem ég söng beint inn og samdi í spuna án þess svo mikið sem skrifa það niður. Í því er smá ábending eða gagnrýni á að þær fjöldabólusetngar sem við erum að horfa upp á eru tilraun og hef ég haft ugg gagnvart þeim frá upphafi. Þetta lag kom með útsetningu og öllu fullskapað á nokkrum mínútum eins og það hefði verið sent, sem mér finnst reynda um alla mína list. Hún kemur bara í gegnum mig, ég er miðillinn. Það vakti mikla furðu mína að ég heyrði nýlega að það er nokkurs konar andspyrnuhreyfing í Ameríku undir yfirskriftinni Under Your Skin gagnvart bólusetningunum, ég vissi það ekki þegar ég samdi lagið en það hefur einmitt þegar verið spilað mikið þar af SoundCloud veitunni sem gefur fyrst út lögin mín, áður en þeim er dreift á þrjátíu miðla.“ Elín starfar nú sem kórstjóri með tveimur barnakórum í Kulturskole Sandnes í Noregi og leysir af sem píanó- og einsöngskennari við skólann. Hún semur sjálf öll sín lög og textana. „Lögin Beautiful Day og Morning Dew urðu til af því móðir mín óskaði eftir að ég byggi til svona róleg instrumental lög með ómandi röddu en engum texta og þau eru ágætt mótvægi við hin fjörugu lögin.“
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira