Nokkuð vandræðalega stemning virðist hafa verið í myndatökunum. Drottningin dró þá fram gráan húmorinn og spurði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvort hún ætti að líta út eins og hún nyti sín.
„Já, algjörlega! Og við höfum verið að njóta okkar, þrátt fyrir þessar myndatökur,“ svaraði Johnson til.
Upp hófust hlátraköll meðal leiðtoganna sem virtust hafa gaman að drottningunni og hispurslausri spurningunni.