Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 16:21 Viktor Orban og félagar hans í Fidesz-flokknum mega ekkert hýrt sjá. Vísir/EPA Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. Í frumvarpi Fidesz-flokks Viktors Orban forsætisráðherra er lagt til að LGBT-bókmenntir megi ekki sýna börnum yngri en átján ára. Undir það fellur meðal annars námsefni og auglýsingar sem styðja réttindi hinsegin fólks. Ákvæðin eru hluti af frumvarpi um refsingar við barnaníði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjónabönd samkynhneigðra eru ólögleg í Ungverjalandi og samkynhneigðir mega ekki ættleiða þar. Útspil Fidesz-flokksins nú er sagt liður í kosningabaráttu fyrir kosningar í byrjun næsta árs. Samtök LGBT-fólks í Ungverjalandi hefur hvatt aðgerðasinna til að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta að taka málið upp við Orban í Evrópureisu sinni í næstu viku. Rússnesk stjórnvöld samþykktu sambærileg lög árið 2013 en yfirlýst markmið þeirra var að banna „samkynhneigðan áróður“ gagnvart fólki yngri en átján ára. Samkvæmt þeim er bannað að hvetja til „samkynhneigðrar hegðunar“ á meðal barna. Orban og Fidesz-flokkur hans hafa sagst aðhyllast svonefnd „ófrjálslynt lýðræði“. Í forsætisráðherratíð Orban frá 2010 hefur landið hneigst sífellt lengra í átt að valdboði stjórnvalda. Þrengt hefur verið að óháðum fjölmiðlum þannig að þeir eru nú flestir á bandi Orban auk þess sem dómstólar landsins eru taldir undir hæl framkvæmdavaldsins. Ungverjaland Hinsegin Tengdar fréttir Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Í frumvarpi Fidesz-flokks Viktors Orban forsætisráðherra er lagt til að LGBT-bókmenntir megi ekki sýna börnum yngri en átján ára. Undir það fellur meðal annars námsefni og auglýsingar sem styðja réttindi hinsegin fólks. Ákvæðin eru hluti af frumvarpi um refsingar við barnaníði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjónabönd samkynhneigðra eru ólögleg í Ungverjalandi og samkynhneigðir mega ekki ættleiða þar. Útspil Fidesz-flokksins nú er sagt liður í kosningabaráttu fyrir kosningar í byrjun næsta árs. Samtök LGBT-fólks í Ungverjalandi hefur hvatt aðgerðasinna til að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta að taka málið upp við Orban í Evrópureisu sinni í næstu viku. Rússnesk stjórnvöld samþykktu sambærileg lög árið 2013 en yfirlýst markmið þeirra var að banna „samkynhneigðan áróður“ gagnvart fólki yngri en átján ára. Samkvæmt þeim er bannað að hvetja til „samkynhneigðrar hegðunar“ á meðal barna. Orban og Fidesz-flokkur hans hafa sagst aðhyllast svonefnd „ófrjálslynt lýðræði“. Í forsætisráðherratíð Orban frá 2010 hefur landið hneigst sífellt lengra í átt að valdboði stjórnvalda. Þrengt hefur verið að óháðum fjölmiðlum þannig að þeir eru nú flestir á bandi Orban auk þess sem dómstólar landsins eru taldir undir hæl framkvæmdavaldsins.
Ungverjaland Hinsegin Tengdar fréttir Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40
Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30