Skítakuldi í kortum næstu þrjár vikurnar að minnsta kosti Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 12:28 Þó það kunni að freista einhverra að praktísera lýðskrum í veðurspám sínum lætur Einar Sveinbjörnsson það ekki eftir sér. Það er kuldi í kortum næstu þrjár vikurnar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur veigrar sér ekki við því að bjóða upp á vont veður og segir kulda í kortum næstu vikurnar. Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins. Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira