Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 11:37 Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um átta komma eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi 2021 miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. „En á sama tíma hafa skattar ekki hækkað heldur til dæmis lækkað á lægstu laun og svo hafa vextir vissulega verið að lækka og eru nú í sögulegu lágmarki, þannig að þetta eru mjög jákvæð tíðindi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir algjörlega á skjön við nágrannaríkin Launahækkanir á borð við þær sem ráðist var í í fyrra samkvæmt kjarasamningum séu hins vegar ekki sjálfbærar þegar jafnmikill samdráttur mælist í hagkerfinu og nú. Aukning kaupmáttar og ráðstöfunartekna breyti því ekki. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum,“ segir Ásdís. Hún segir ekki hafa verið rætt hvort semja eigi um krónutölu- eða prósentuhækkanir þegar samningar losna eftir átján mánuði. „Við þurfum að horfa til undirliggjandi stöðu hverju sinni og vega og meta hvert svigrúm er til launahækkana því ef við göngum of langt að þá með einhverjum hætti þarf slík aðlögun að eiga sér stað.“ Kjaramál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um átta komma eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi 2021 miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. „En á sama tíma hafa skattar ekki hækkað heldur til dæmis lækkað á lægstu laun og svo hafa vextir vissulega verið að lækka og eru nú í sögulegu lágmarki, þannig að þetta eru mjög jákvæð tíðindi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir algjörlega á skjön við nágrannaríkin Launahækkanir á borð við þær sem ráðist var í í fyrra samkvæmt kjarasamningum séu hins vegar ekki sjálfbærar þegar jafnmikill samdráttur mælist í hagkerfinu og nú. Aukning kaupmáttar og ráðstöfunartekna breyti því ekki. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum,“ segir Ásdís. Hún segir ekki hafa verið rætt hvort semja eigi um krónutölu- eða prósentuhækkanir þegar samningar losna eftir átján mánuði. „Við þurfum að horfa til undirliggjandi stöðu hverju sinni og vega og meta hvert svigrúm er til launahækkana því ef við göngum of langt að þá með einhverjum hætti þarf slík aðlögun að eiga sér stað.“
Kjaramál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira