Daft Punk platan Discovery endurútsett á orgel í Laugarneskirkju Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 14:31 Kristján Hrannar Pálsson ætlar að flytja lög Daft Punk á kirkjuorgel. Þann 16. júní næstkomandi gefst tónlistarunnendum tækifæri til að hlusta á plötuna Discovery endurútsetta fyrir orgel, þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson leikur plötuna í gegn, lag fyrir lag, á kirkjuorgel Laugarneskirkju. „Platan Discovery með franska rafdúóinu Daft Punk er án vafa ein áhrifamesta poppplata síðustu áratuga. Hún kom út árið 2001 og fagnar því tuttugu ára afmæli á árinu. Hljómsveitin er þekkt fyrir einstaklega vel smíðaðar arpeggíur og hljóðsömpl og má kalla plötuna eitt helsta flaggskip sveitarinnar á löngum og farsælum ferli,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Daft Punk hætti í lok árs 2020 og því er við hæfi að staldra við og heiðra sveitina, plötuna og stefnuna. Franskt rafpopp er einstakt á heimsvísu en sé litið nær má greina sterk áhrif úr orgeltónlist Frakka, en orgelið er jú kallað afi hljóðsynthans. Daft Punk aðdáendur mega alls ekki missa af þessum viðburði.“ Kristján Hrannar Pálsson er fæddur árið 1987 og býr í Reykjavík ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Hann nam klassískan píanóleik frá sex ára aldri og jazzpíanóleik frá FÍH frá fjórtán ára aldri. Árið 2018 útskrifaðist hann sem organisti og kórstjóri frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Síðan þá hefur hann starfað sem organisti og tónlistarstjóri Óháða safnaðarins og organisti Laugarneskirkju veturinn 2020-2021. Hann er starfandi organisti Grindavíkurkirkju veturinn 2021-2022. Árið 2013 gaf hann út rafpoppuðu plötuna Anno 2013, í samstarfi við Janus Rasmussen (Bloodgroup, Kiasmos) sem hlaut glæsilega dóma. 2016 kom út fyrsta verk hans um loftslagsbreytingar, Arctic Take One, sem fjallar um borgir og bæi við norðurskautið. Árið 2020 frumflutti hann orgelverk sitt, Tvær gráður (+2,0°C) í Hallgrímskirkju, sem hluta af Vetrarhátíð í Reykjavík. Kristján stofnaði Óháða kórinn árið 2018 sem hefur sungið með hljómsveitum á borð við HATARA. Hann stofnaði síðan Óháða kvartettinn/sextettinn árið 2019 sem syngur við athafnir af ýmsum toga. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Platan Discovery með franska rafdúóinu Daft Punk er án vafa ein áhrifamesta poppplata síðustu áratuga. Hún kom út árið 2001 og fagnar því tuttugu ára afmæli á árinu. Hljómsveitin er þekkt fyrir einstaklega vel smíðaðar arpeggíur og hljóðsömpl og má kalla plötuna eitt helsta flaggskip sveitarinnar á löngum og farsælum ferli,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Daft Punk hætti í lok árs 2020 og því er við hæfi að staldra við og heiðra sveitina, plötuna og stefnuna. Franskt rafpopp er einstakt á heimsvísu en sé litið nær má greina sterk áhrif úr orgeltónlist Frakka, en orgelið er jú kallað afi hljóðsynthans. Daft Punk aðdáendur mega alls ekki missa af þessum viðburði.“ Kristján Hrannar Pálsson er fæddur árið 1987 og býr í Reykjavík ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Hann nam klassískan píanóleik frá sex ára aldri og jazzpíanóleik frá FÍH frá fjórtán ára aldri. Árið 2018 útskrifaðist hann sem organisti og kórstjóri frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Síðan þá hefur hann starfað sem organisti og tónlistarstjóri Óháða safnaðarins og organisti Laugarneskirkju veturinn 2020-2021. Hann er starfandi organisti Grindavíkurkirkju veturinn 2021-2022. Árið 2013 gaf hann út rafpoppuðu plötuna Anno 2013, í samstarfi við Janus Rasmussen (Bloodgroup, Kiasmos) sem hlaut glæsilega dóma. 2016 kom út fyrsta verk hans um loftslagsbreytingar, Arctic Take One, sem fjallar um borgir og bæi við norðurskautið. Árið 2020 frumflutti hann orgelverk sitt, Tvær gráður (+2,0°C) í Hallgrímskirkju, sem hluta af Vetrarhátíð í Reykjavík. Kristján stofnaði Óháða kórinn árið 2018 sem hefur sungið með hljómsveitum á borð við HATARA. Hann stofnaði síðan Óháða kvartettinn/sextettinn árið 2019 sem syngur við athafnir af ýmsum toga.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira