Allt fyrir gróðann Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Fiskeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun