Fjögurra ára drengur gekk gæsaungum í föðurstað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 09:36 Yngsti gæsabóndi landsins ætlar sér að verða fuglafræðingur í framtíðinni. Stöð2 Ólafur Elí Erlendsson fjögurra ára hefur gengið nokkrum gæsaungum í föðurstað. Fréttastofan heimsótti þennan yngsta gæsabónda landsins á Álftanesi og hitti krúttlegu vinina. Óli er Garðbæingur en finnst fátt skemmtilegra en að fara í sveitina, alla leið út á Álftanes. Þar eru foreldrar hans, Erlendur Kristjánsson og Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, með garðyrkjufyrirtæki. Óli fékk þar smá pláss fyrir ungana sína sem hann hugsar einstaklega vel um eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Óli hefur lofað ungunum að passa þá þar til þeir eru nógu stórir til að passa sig sjálfir og tekur hlutverki sínu mjög alvarlega. Verndaði ungana frá mávinum „Við erum með alígæsir hérna úti á Álftanesi og þegar það fóru að koma ungar í vor þá kom mávurinn og byrjaði að pikka einn og einn í burtu. Hann Óli litli vildi alls ekki hafa það,“ segir Erlendur faðir Óla. „Bara með höndunum og svo setti ég þá í kassa,“ segir Óli um það hvernig hann bjargaði ungunum sínum. Því miður náði Óli samt ekki að bjarga þeim öllum. „Hann tók einn og ég reyndi að henda járni í mávinn,“ útskýrir Óli. Hann ætlaði ekki að leyfa mávinum að drepa alla ungana og tók málin því í sínar hendur. „Við byrjuðum með þá heima fyrst í baðkarinu,“ segir Aðalheiður og hlær. Nú eru ungarnir komnir með flotta aðstöðu og heimilisfólk hefur fengið baðkarið sitt til baka. Ungarnir elta Óla allt sem hann fer líkt og hundar heimilisins. Hann hefur gefið öllum ungunum sínum sama nafnið, Patti gæs. Dýr Fuglar Garðabær Krakkar Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
Óli er Garðbæingur en finnst fátt skemmtilegra en að fara í sveitina, alla leið út á Álftanes. Þar eru foreldrar hans, Erlendur Kristjánsson og Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, með garðyrkjufyrirtæki. Óli fékk þar smá pláss fyrir ungana sína sem hann hugsar einstaklega vel um eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Óli hefur lofað ungunum að passa þá þar til þeir eru nógu stórir til að passa sig sjálfir og tekur hlutverki sínu mjög alvarlega. Verndaði ungana frá mávinum „Við erum með alígæsir hérna úti á Álftanesi og þegar það fóru að koma ungar í vor þá kom mávurinn og byrjaði að pikka einn og einn í burtu. Hann Óli litli vildi alls ekki hafa það,“ segir Erlendur faðir Óla. „Bara með höndunum og svo setti ég þá í kassa,“ segir Óli um það hvernig hann bjargaði ungunum sínum. Því miður náði Óli samt ekki að bjarga þeim öllum. „Hann tók einn og ég reyndi að henda járni í mávinn,“ útskýrir Óli. Hann ætlaði ekki að leyfa mávinum að drepa alla ungana og tók málin því í sínar hendur. „Við byrjuðum með þá heima fyrst í baðkarinu,“ segir Aðalheiður og hlær. Nú eru ungarnir komnir með flotta aðstöðu og heimilisfólk hefur fengið baðkarið sitt til baka. Ungarnir elta Óla allt sem hann fer líkt og hundar heimilisins. Hann hefur gefið öllum ungunum sínum sama nafnið, Patti gæs.
Dýr Fuglar Garðabær Krakkar Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira