Fögnum stafrænni byltingu hins opinbera Baldur Kristjánsson skrifar 10. júní 2021 06:00 Öll eigum við sögur af samskiptum sem við höfum átt við opinberar stofnanir og sveitarfélög, í þeim tilgangi að sækja þjónustu eða réttindi. Þjónustunálgunin hingað til hjá mörgum þeirra hefur verið eyðublöð á pappír, símtöl á símatíma, fyrirspurnir um stöðu mála í tölvupósti, og flakk á milli bæjarfélaga til að safna fylgigögnum. Í umhverfi þar sem við erum öll nettengd og rafræn skilríki og undirritanir eru fullgild lagalega er ljóst að hægt er að gera mun betur, og undanfarin misseri hefur hljóðlát bylting hafist í formi stafrænnar umbreytingar hins opinbera. Með sjálfsafgreiðslu á netinu er dregið úr veseni til muna hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þjónustan verður einfaldari og hægt er að fylgjast með framvindu mála og eiga samskipti hvar og hvenær sem er. Dæmi um stafræna afgreiðslu hjá hinu opinbera sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag eru skil á gögnum til Skattsins, tilkynning um eigendaskipti á ökutæki til Samgöngustofu og tilkynning um breytt lögheimili til Þjóðskrár. Við erum öll betur sett að þurfa ekki að gera okkur sérstaka ferð á dagvinnutíma til að sinna þessum erindum og fæst okkar myndu vilja fara til baka til fyrri tíma. Horft til framtíðar eftir hægfara þróun Ísland hefur engu að síður verið eftirbátur annarra vestrænna ríkja í stafrænni opinberri þjónustu. Það sama á við ef við berum opinbera aðila á Íslandi saman við einkageirann, þar sem t.d. bankar, flugfélög og verslanir hafa markvisst verið að færa þjónustuna á netið. Hjá opinberum aðilum eru enn hátt í þrjú þúsund þjónustur sem hefjast með eyðublaði á pappírsmiðuðu formi og reiða sig að miklu leyti á handinnslátt, fylgigögn frá umsækjanda og samskipti á opnunartíma stofnana. Þetta hitti margar stofnanir illa fyrir í heimsfaraldrinum, og sumar þeirra hafa reyndar sýnt mikla hugvitssemi og tekið óvænt stökk inn í framtíðina á ýmsa vegu þegar fyrirtæki og stofnanir neyddust til að loka fyrir heimsóknir viðskiptavina. Það er því skiljanlegt að ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög leggi mikla áherslu á að fjárfesta í víðtækri stafrænni umbreytingu á opinberri þjónustu. Ríkið jók framlög til stafrænna verkefna um 2,3 milljarða á þessu ári í gegnum verkefnastofu um Stafrænt Ísland, og Reykjavíkurborg ætlar að hraða umbreytingu á allri þjónustu og afgreiðslu á næstu þremur árum með 10 milljarða framlagi. Samband íslenskra sveitarfélaga er sömuleiðis að blása til sóknar í stafrænni þróun. Ávinningur fyrir allt samfélagið En hver er ávinningur notenda opinberrar þjónustu og samfélagsins alls af öllum þessum fjárútlátum? Það má nefna fimm atriði í því sambandi: Stafræn þjónusta er aðgengileg allan sólarhringinn. Ekki þarf lengur að reiða sig á opnunar- og símatíma stofnana sem hentar ekki öllum. Stafræn þjónusta er óháð staðsetningu. Stafræn afgreiðsla ásamt möguleika á fjarsamtölum gerir þjónustu stofnana sem eru eingöngu með starfsstöð á einum stað á landinu mun aðgengilegri fyrir landið allt, og er því stórt byggðamál. Stafrænar lausnir spara pappír og prentkostnað og flytja stafræn gögn með öruggum hætti á milli stofnana, í stað þess að áþreifanleg gögn ferðist með fólki milli hverfa og bæjarfélaga með tilheyrandi sóun og mengun. Stafræn umbreyting er því umhverfismál. Stafræn þjónusta felur oftast í sér endurhugsun á þjónustunni almennt. Það gerir þjónustu sem á að vera opin öllum óháð þjóðfélagsstöðu einfaldari og aðgengilegri. Með því að huga jafnframt af metnaði að vefaðgengismálum er þjónustan gerð aðgengilegri en hún var áður fyrir t.d. sjónskerta, hreyfihamlaða eða fólk af erlendum uppruna. Sá hópur sem á erfiðast með að nota tölvur (t.d. eldra fólk) getur áfram sótt þjónustuna eftir eldri leiðum. Þannig nýtist umbreytingin öllum og er stórt aðgengis- og jafnréttismál. Stafræn umbreyting snýst um að spara handtök og sjálfvirknivæða hluta af afgreiðsluferlum stofnana samhliða því að færa þjónustuna út á netið. Hún skilar því hagræðingu sem er hægt að nýta til að stytta biðlista, leiðbeina betur fólki sem þarf leiðbeiningar og fara betur með skattfé. Til að ofangreindur ávinningur skili sér hratt og að fullu er nauðsynlegt að opinberar stofnanir og sveitarfélög byggi upp kunnáttu til að umbreyta þjónustunni í þágu notenda og til að sjá og forgangsraða stafrænum tækifærum. Reynslan sýnir einnig að það getur stuðlað að góðum árangri að nýta til fulls þá þekkingu, kunnáttu og reynslu sem þegar býr í skapandi tæknifyrirtækjum á Íslandi og víðar - með markvissum útboðum, sem gefa hinu opinbera aðgang að vönduðum vinnubrögðum og stafrænum lausnum á heimsmælikvarða. En fyrir öllu er að mikilvægi fjárfestingar í stafrænni umbreytingu hins opinbera er nú viðurkennt hjá ríki og sveitarfélögum, þvert á stjórnmálaflokka. Því ber að fagna! Höfundur starfar við þróun stafrænnar þjónustu hjá Kolibri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Íslenska á tækniöld Tækni Stafræn þróun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Öll eigum við sögur af samskiptum sem við höfum átt við opinberar stofnanir og sveitarfélög, í þeim tilgangi að sækja þjónustu eða réttindi. Þjónustunálgunin hingað til hjá mörgum þeirra hefur verið eyðublöð á pappír, símtöl á símatíma, fyrirspurnir um stöðu mála í tölvupósti, og flakk á milli bæjarfélaga til að safna fylgigögnum. Í umhverfi þar sem við erum öll nettengd og rafræn skilríki og undirritanir eru fullgild lagalega er ljóst að hægt er að gera mun betur, og undanfarin misseri hefur hljóðlát bylting hafist í formi stafrænnar umbreytingar hins opinbera. Með sjálfsafgreiðslu á netinu er dregið úr veseni til muna hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þjónustan verður einfaldari og hægt er að fylgjast með framvindu mála og eiga samskipti hvar og hvenær sem er. Dæmi um stafræna afgreiðslu hjá hinu opinbera sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag eru skil á gögnum til Skattsins, tilkynning um eigendaskipti á ökutæki til Samgöngustofu og tilkynning um breytt lögheimili til Þjóðskrár. Við erum öll betur sett að þurfa ekki að gera okkur sérstaka ferð á dagvinnutíma til að sinna þessum erindum og fæst okkar myndu vilja fara til baka til fyrri tíma. Horft til framtíðar eftir hægfara þróun Ísland hefur engu að síður verið eftirbátur annarra vestrænna ríkja í stafrænni opinberri þjónustu. Það sama á við ef við berum opinbera aðila á Íslandi saman við einkageirann, þar sem t.d. bankar, flugfélög og verslanir hafa markvisst verið að færa þjónustuna á netið. Hjá opinberum aðilum eru enn hátt í þrjú þúsund þjónustur sem hefjast með eyðublaði á pappírsmiðuðu formi og reiða sig að miklu leyti á handinnslátt, fylgigögn frá umsækjanda og samskipti á opnunartíma stofnana. Þetta hitti margar stofnanir illa fyrir í heimsfaraldrinum, og sumar þeirra hafa reyndar sýnt mikla hugvitssemi og tekið óvænt stökk inn í framtíðina á ýmsa vegu þegar fyrirtæki og stofnanir neyddust til að loka fyrir heimsóknir viðskiptavina. Það er því skiljanlegt að ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög leggi mikla áherslu á að fjárfesta í víðtækri stafrænni umbreytingu á opinberri þjónustu. Ríkið jók framlög til stafrænna verkefna um 2,3 milljarða á þessu ári í gegnum verkefnastofu um Stafrænt Ísland, og Reykjavíkurborg ætlar að hraða umbreytingu á allri þjónustu og afgreiðslu á næstu þremur árum með 10 milljarða framlagi. Samband íslenskra sveitarfélaga er sömuleiðis að blása til sóknar í stafrænni þróun. Ávinningur fyrir allt samfélagið En hver er ávinningur notenda opinberrar þjónustu og samfélagsins alls af öllum þessum fjárútlátum? Það má nefna fimm atriði í því sambandi: Stafræn þjónusta er aðgengileg allan sólarhringinn. Ekki þarf lengur að reiða sig á opnunar- og símatíma stofnana sem hentar ekki öllum. Stafræn þjónusta er óháð staðsetningu. Stafræn afgreiðsla ásamt möguleika á fjarsamtölum gerir þjónustu stofnana sem eru eingöngu með starfsstöð á einum stað á landinu mun aðgengilegri fyrir landið allt, og er því stórt byggðamál. Stafrænar lausnir spara pappír og prentkostnað og flytja stafræn gögn með öruggum hætti á milli stofnana, í stað þess að áþreifanleg gögn ferðist með fólki milli hverfa og bæjarfélaga með tilheyrandi sóun og mengun. Stafræn umbreyting er því umhverfismál. Stafræn þjónusta felur oftast í sér endurhugsun á þjónustunni almennt. Það gerir þjónustu sem á að vera opin öllum óháð þjóðfélagsstöðu einfaldari og aðgengilegri. Með því að huga jafnframt af metnaði að vefaðgengismálum er þjónustan gerð aðgengilegri en hún var áður fyrir t.d. sjónskerta, hreyfihamlaða eða fólk af erlendum uppruna. Sá hópur sem á erfiðast með að nota tölvur (t.d. eldra fólk) getur áfram sótt þjónustuna eftir eldri leiðum. Þannig nýtist umbreytingin öllum og er stórt aðgengis- og jafnréttismál. Stafræn umbreyting snýst um að spara handtök og sjálfvirknivæða hluta af afgreiðsluferlum stofnana samhliða því að færa þjónustuna út á netið. Hún skilar því hagræðingu sem er hægt að nýta til að stytta biðlista, leiðbeina betur fólki sem þarf leiðbeiningar og fara betur með skattfé. Til að ofangreindur ávinningur skili sér hratt og að fullu er nauðsynlegt að opinberar stofnanir og sveitarfélög byggi upp kunnáttu til að umbreyta þjónustunni í þágu notenda og til að sjá og forgangsraða stafrænum tækifærum. Reynslan sýnir einnig að það getur stuðlað að góðum árangri að nýta til fulls þá þekkingu, kunnáttu og reynslu sem þegar býr í skapandi tæknifyrirtækjum á Íslandi og víðar - með markvissum útboðum, sem gefa hinu opinbera aðgang að vönduðum vinnubrögðum og stafrænum lausnum á heimsmælikvarða. En fyrir öllu er að mikilvægi fjárfestingar í stafrænni umbreytingu hins opinbera er nú viðurkennt hjá ríki og sveitarfélögum, þvert á stjórnmálaflokka. Því ber að fagna! Höfundur starfar við þróun stafrænnar þjónustu hjá Kolibri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun