Blása á orðróma um að nafngiftin hafi verið í óþökk drottningar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2021 23:30 Dóttir Harry og Meghan er skírð í höfuðið á langömmu sinni. getty/Anwar Hussein Talsmaður hjónanna Harry og Meghan þvertekur fyrir að þau hafi skírt nýfædda dóttur sína Lilibet, eða Lísbetu, í höfuðið á Elísabetu Bretlandsdrottningu án nokkurs samráðs við hana. Drottningin var kölluð Lilibet þegar hún var lítil stúlka. Fréttamaður braska ríkisútvarpsins, Jonny Dymond, sem sérhæfir sig í málefnum konungsfjölskyldunnar, greindi frá því að drottningin hefði ekki verið með í ráðum við ákvörðun hjónanna. Hann hafði þetta eftir „góðum heimildarmanni innan hallarinnar“ og sagði hann hafa verið fastan á þessu atriði. Þegar hjónin greindu frá nafninu litu flestir á það sem skref í átt að jákvæðari samskiptum milli hjónanna og konungsfjölskyldunnar en það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að þau hafa verið heldur stirð síðustu tvö ár. Svo virðist hins vegar sem þessi viðleitni hjónanna, og samkvæmt þeim drottningunni sjálfri, hafi farið öfugt ofan í einhverja innan konungsfjölskyldunnar ef marka má fréttir BBC. Talsmaður Harry og Meghan heldur því staðfastlega fram að drottningin hafi verið spurð álits á nafninu áður en það var ákveðið. „Hertoginn ræddi við fjölskyldu sína áður en nafnið var tilkynnt. Raunar var amma hans [drottningin] sú fyrsta í fjölskyldunni sem hann hringdi í.“ Hann hefði aldrei ákveðið að gefa dóttur sinni nafnið ef drottningunni hefði ekki líkað hugmyndin. Lögfræðingar hjónanna hafa sent út yfirlýsingu á breska miðla þar sem frétt BBC er sögð röng og ærumeiðandi. Lísbet Díana Mountbatten-Windsor er ellefta barnabarnabarn drottningarinnar og er sú áttunda í röðinni um að erfa krúnuna. Hún er skírð Lísbet í höfuðið á drottningunni langömmu sinni og Díana í höfuðið á móður sinni, Díönu prinsessu. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Sjá meira
Fréttamaður braska ríkisútvarpsins, Jonny Dymond, sem sérhæfir sig í málefnum konungsfjölskyldunnar, greindi frá því að drottningin hefði ekki verið með í ráðum við ákvörðun hjónanna. Hann hafði þetta eftir „góðum heimildarmanni innan hallarinnar“ og sagði hann hafa verið fastan á þessu atriði. Þegar hjónin greindu frá nafninu litu flestir á það sem skref í átt að jákvæðari samskiptum milli hjónanna og konungsfjölskyldunnar en það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að þau hafa verið heldur stirð síðustu tvö ár. Svo virðist hins vegar sem þessi viðleitni hjónanna, og samkvæmt þeim drottningunni sjálfri, hafi farið öfugt ofan í einhverja innan konungsfjölskyldunnar ef marka má fréttir BBC. Talsmaður Harry og Meghan heldur því staðfastlega fram að drottningin hafi verið spurð álits á nafninu áður en það var ákveðið. „Hertoginn ræddi við fjölskyldu sína áður en nafnið var tilkynnt. Raunar var amma hans [drottningin] sú fyrsta í fjölskyldunni sem hann hringdi í.“ Hann hefði aldrei ákveðið að gefa dóttur sinni nafnið ef drottningunni hefði ekki líkað hugmyndin. Lögfræðingar hjónanna hafa sent út yfirlýsingu á breska miðla þar sem frétt BBC er sögð röng og ærumeiðandi. Lísbet Díana Mountbatten-Windsor er ellefta barnabarnabarn drottningarinnar og er sú áttunda í röðinni um að erfa krúnuna. Hún er skírð Lísbet í höfuðið á drottningunni langömmu sinni og Díana í höfuðið á móður sinni, Díönu prinsessu.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Sjá meira