Falsfrelsi ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. júní 2021 12:01 Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Þessi grein er um slík fyrirheit. Ekki þó um hálendisþjóðgarð eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem eru á leið í skrúfuna á höktandi siglingu stjórnarflokkanna. Ekki heldur um margyfirlýsta „björgun“ heilbrigðiskerfisins sem endaði sem örgustu öfugmæli eða öll hin fögru fyrirheit menntamálaráðherra sem voru lítið annað en loftið eitt. En vissulega nóg af lofti. Nei, ég er tala um frelsismálin sem ríkisstjórnin skreytti sig með. Málin sem þau skutu inn hér og þar eins og til að segja: „Sko, víst er okkur annt um frelsi fólks til athafna.“ Til að gæta sanngirni snerist þetta frekar um að einstaka ráðherrar og þingmenn gætu skreytt sig frelsisfjöðrum, flestum þeirra var nokk sama, margir jafnvel með ofnæmi fyrir svona fjöðrum. Instagramfrelsið Frelsisfjaðrirnar voru helst viðraðar á samfélagsmiðlunum. Kannski var ætlunin að ná athygli unga fólksins þar en krossa svo fingur og vona að athyglin næði ekki alla leið inn í þingsal þar sem nú hefur endanlega komið í ljós að þetta voru bara orðin tóm. Þessi ríkisstjórn var aldrei að fara að auka frjálsræði á leigubílamarkaði með því að leyfa starfsemi farveitna eða opna á frelsi fólks til að velja sér eigin nöfn óháð afskiptum ríkisins. Og stóra vínfrelsismálið varð að engu. Frá víni í verslanir, yfir í netsölu á áfengi, yfir í bjórkippu yfir borðið á framleiðslustað, sem enn á eftir að komist í gegnum nálaraugað. Fyrirheit um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna er enn bara fyrirheit. Þegar lyfjalög voru til afgreiðslu um mitt kjörtímabil lagði ég fram breytingartillögu sem fól í sér leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun að uppfylltum ströngum skilyrðum. Þá tillögu felldu stjórnarliðar samviskusamlega. Þetta má vissulega úti á landi svo ekki sitja öryggissjónarmiðin í stjórnvöldum, bara hreinræktuð forsjárhyggja. Skrautfjaðrir eru ágætar til síns brúks. Eitt er þó víst, það er ekki flogið með þeim. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Þessi grein er um slík fyrirheit. Ekki þó um hálendisþjóðgarð eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem eru á leið í skrúfuna á höktandi siglingu stjórnarflokkanna. Ekki heldur um margyfirlýsta „björgun“ heilbrigðiskerfisins sem endaði sem örgustu öfugmæli eða öll hin fögru fyrirheit menntamálaráðherra sem voru lítið annað en loftið eitt. En vissulega nóg af lofti. Nei, ég er tala um frelsismálin sem ríkisstjórnin skreytti sig með. Málin sem þau skutu inn hér og þar eins og til að segja: „Sko, víst er okkur annt um frelsi fólks til athafna.“ Til að gæta sanngirni snerist þetta frekar um að einstaka ráðherrar og þingmenn gætu skreytt sig frelsisfjöðrum, flestum þeirra var nokk sama, margir jafnvel með ofnæmi fyrir svona fjöðrum. Instagramfrelsið Frelsisfjaðrirnar voru helst viðraðar á samfélagsmiðlunum. Kannski var ætlunin að ná athygli unga fólksins þar en krossa svo fingur og vona að athyglin næði ekki alla leið inn í þingsal þar sem nú hefur endanlega komið í ljós að þetta voru bara orðin tóm. Þessi ríkisstjórn var aldrei að fara að auka frjálsræði á leigubílamarkaði með því að leyfa starfsemi farveitna eða opna á frelsi fólks til að velja sér eigin nöfn óháð afskiptum ríkisins. Og stóra vínfrelsismálið varð að engu. Frá víni í verslanir, yfir í netsölu á áfengi, yfir í bjórkippu yfir borðið á framleiðslustað, sem enn á eftir að komist í gegnum nálaraugað. Fyrirheit um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna er enn bara fyrirheit. Þegar lyfjalög voru til afgreiðslu um mitt kjörtímabil lagði ég fram breytingartillögu sem fól í sér leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun að uppfylltum ströngum skilyrðum. Þá tillögu felldu stjórnarliðar samviskusamlega. Þetta má vissulega úti á landi svo ekki sitja öryggissjónarmiðin í stjórnvöldum, bara hreinræktuð forsjárhyggja. Skrautfjaðrir eru ágætar til síns brúks. Eitt er þó víst, það er ekki flogið með þeim. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun