Falsfrelsi ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. júní 2021 12:01 Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Þessi grein er um slík fyrirheit. Ekki þó um hálendisþjóðgarð eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem eru á leið í skrúfuna á höktandi siglingu stjórnarflokkanna. Ekki heldur um margyfirlýsta „björgun“ heilbrigðiskerfisins sem endaði sem örgustu öfugmæli eða öll hin fögru fyrirheit menntamálaráðherra sem voru lítið annað en loftið eitt. En vissulega nóg af lofti. Nei, ég er tala um frelsismálin sem ríkisstjórnin skreytti sig með. Málin sem þau skutu inn hér og þar eins og til að segja: „Sko, víst er okkur annt um frelsi fólks til athafna.“ Til að gæta sanngirni snerist þetta frekar um að einstaka ráðherrar og þingmenn gætu skreytt sig frelsisfjöðrum, flestum þeirra var nokk sama, margir jafnvel með ofnæmi fyrir svona fjöðrum. Instagramfrelsið Frelsisfjaðrirnar voru helst viðraðar á samfélagsmiðlunum. Kannski var ætlunin að ná athygli unga fólksins þar en krossa svo fingur og vona að athyglin næði ekki alla leið inn í þingsal þar sem nú hefur endanlega komið í ljós að þetta voru bara orðin tóm. Þessi ríkisstjórn var aldrei að fara að auka frjálsræði á leigubílamarkaði með því að leyfa starfsemi farveitna eða opna á frelsi fólks til að velja sér eigin nöfn óháð afskiptum ríkisins. Og stóra vínfrelsismálið varð að engu. Frá víni í verslanir, yfir í netsölu á áfengi, yfir í bjórkippu yfir borðið á framleiðslustað, sem enn á eftir að komist í gegnum nálaraugað. Fyrirheit um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna er enn bara fyrirheit. Þegar lyfjalög voru til afgreiðslu um mitt kjörtímabil lagði ég fram breytingartillögu sem fól í sér leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun að uppfylltum ströngum skilyrðum. Þá tillögu felldu stjórnarliðar samviskusamlega. Þetta má vissulega úti á landi svo ekki sitja öryggissjónarmiðin í stjórnvöldum, bara hreinræktuð forsjárhyggja. Skrautfjaðrir eru ágætar til síns brúks. Eitt er þó víst, það er ekki flogið með þeim. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Þessi grein er um slík fyrirheit. Ekki þó um hálendisþjóðgarð eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem eru á leið í skrúfuna á höktandi siglingu stjórnarflokkanna. Ekki heldur um margyfirlýsta „björgun“ heilbrigðiskerfisins sem endaði sem örgustu öfugmæli eða öll hin fögru fyrirheit menntamálaráðherra sem voru lítið annað en loftið eitt. En vissulega nóg af lofti. Nei, ég er tala um frelsismálin sem ríkisstjórnin skreytti sig með. Málin sem þau skutu inn hér og þar eins og til að segja: „Sko, víst er okkur annt um frelsi fólks til athafna.“ Til að gæta sanngirni snerist þetta frekar um að einstaka ráðherrar og þingmenn gætu skreytt sig frelsisfjöðrum, flestum þeirra var nokk sama, margir jafnvel með ofnæmi fyrir svona fjöðrum. Instagramfrelsið Frelsisfjaðrirnar voru helst viðraðar á samfélagsmiðlunum. Kannski var ætlunin að ná athygli unga fólksins þar en krossa svo fingur og vona að athyglin næði ekki alla leið inn í þingsal þar sem nú hefur endanlega komið í ljós að þetta voru bara orðin tóm. Þessi ríkisstjórn var aldrei að fara að auka frjálsræði á leigubílamarkaði með því að leyfa starfsemi farveitna eða opna á frelsi fólks til að velja sér eigin nöfn óháð afskiptum ríkisins. Og stóra vínfrelsismálið varð að engu. Frá víni í verslanir, yfir í netsölu á áfengi, yfir í bjórkippu yfir borðið á framleiðslustað, sem enn á eftir að komist í gegnum nálaraugað. Fyrirheit um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna er enn bara fyrirheit. Þegar lyfjalög voru til afgreiðslu um mitt kjörtímabil lagði ég fram breytingartillögu sem fól í sér leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun að uppfylltum ströngum skilyrðum. Þá tillögu felldu stjórnarliðar samviskusamlega. Þetta má vissulega úti á landi svo ekki sitja öryggissjónarmiðin í stjórnvöldum, bara hreinræktuð forsjárhyggja. Skrautfjaðrir eru ágætar til síns brúks. Eitt er þó víst, það er ekki flogið með þeim. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun