Halló sjálfstæðismenn í Garðabæ! Nútíminn á líka heima í sveitarfélaginu okkar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. júní 2021 08:01 Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun