Streymið allsráðandi á íslenskum tónlistarmarkaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2021 06:33 Tónlistarkonan Bríet naut mikilla vinsælda í fyrra. Instagram/Bríet Um 91 prósent af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist koma frá streymi. Heildsala tónlistar hérlendis nam rúmum milljarði króna árið 2020 en um er að ræða stærsta árið frá upphafi að nafnvirði. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og byggt á skýrslu Félags hljómplötuframleiðenda. Í skýrslunni kemur fram að streymi af íslenskri tónlist skilaði 167 milljónum króna í tekjur í fyrra en streymi á erlendri tónlist 763 milljónum. Ef horft er til hljómplatna, hvers sala jókst í fyrsta sinn frá 2011, námu tekjurnar af íslenskum plötum 44 milljónum en erlendum 50 milljónum. Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, segir í samtali við Morgunblaðið að jafnvel þótt tekjur af sölu tónlistar séu að aukast hér á landi þá minnki hlutdeild íslenskrar tónlistar á sama tíma. Á því séu tvær skýringar. „Aukningin er nær alfarið í streymi og þar er hlutfallið 82% erlend tónlist á móti 18% íslenskrar. Eftir því sem streymið eykst sígur íslenska hlutdeildin á sama tíma. Það er nú bara þannig að þegar þú labbar inn í plötubúð, ef við ímyndum okkur Spotify sem plötubúð, þar sem eru 50 milljón erlend lög, þá er afskaplega lítill fókus á íslenska tónlist. Fyrir utan þetta hefur sú aukning sem orðið hefur í sölu á hljómplötum öll verið í erlendri tónlist,“ segir Eiður. Esjan, lag tónlistarkonunnar Bríetar, var það íslenska lag sem mest var streymt í fyrra. Platan hennar Kveðja var í öðru sæti yfir þær plötur sem mest var streymt en sú íslenska plata sem mest var hlustað á var Vögguvísur með Hafdísi Huld. Tónlist Stafræn þróun Spotify Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og byggt á skýrslu Félags hljómplötuframleiðenda. Í skýrslunni kemur fram að streymi af íslenskri tónlist skilaði 167 milljónum króna í tekjur í fyrra en streymi á erlendri tónlist 763 milljónum. Ef horft er til hljómplatna, hvers sala jókst í fyrsta sinn frá 2011, námu tekjurnar af íslenskum plötum 44 milljónum en erlendum 50 milljónum. Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, segir í samtali við Morgunblaðið að jafnvel þótt tekjur af sölu tónlistar séu að aukast hér á landi þá minnki hlutdeild íslenskrar tónlistar á sama tíma. Á því séu tvær skýringar. „Aukningin er nær alfarið í streymi og þar er hlutfallið 82% erlend tónlist á móti 18% íslenskrar. Eftir því sem streymið eykst sígur íslenska hlutdeildin á sama tíma. Það er nú bara þannig að þegar þú labbar inn í plötubúð, ef við ímyndum okkur Spotify sem plötubúð, þar sem eru 50 milljón erlend lög, þá er afskaplega lítill fókus á íslenska tónlist. Fyrir utan þetta hefur sú aukning sem orðið hefur í sölu á hljómplötum öll verið í erlendri tónlist,“ segir Eiður. Esjan, lag tónlistarkonunnar Bríetar, var það íslenska lag sem mest var streymt í fyrra. Platan hennar Kveðja var í öðru sæti yfir þær plötur sem mest var streymt en sú íslenska plata sem mest var hlustað á var Vögguvísur með Hafdísi Huld.
Tónlist Stafræn þróun Spotify Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira