Hinn eftirlýsti verður sendur til Póllands vegna stórfelldrar líkamsárásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 15:59 Maðurinn var dæmdur í nóvember 2018 fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða brotaþolans. vísir Sebastian Kozlowski, sem lýst var eftir af lögreglu í gær, verður sendur til Póllands til að sæta fangelsisvist vegna stórfelldrar líkamsárásar sem leiddi til dauða brotaþola. Hann var dæmdur fyrir málið í nóvember 2018 en hann kom hingað til lands árið 2019 til þess að hefja nýtt líf. Kozlowski á eftir að afplána rúm sex ár af dómnum. Gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum í mars 2020. Hann var handtekinn þann 15. apríl síðastliðinn vegna innbrots og frelsissviptingar og daginn eftir var honum kynnt handtökuskipunin. Taldi sig ekki eiga eftir að afplána í fangelsi Kozlowski mótmælti því harðlega að verða sendur aftur til Póllands vegna slæmra skilyrða í pólskum fangelsum. Hann hafi upplifað mikla vanlíðan þegar hann var í gæsluvarðhaldi árið 2018 og hafi aðstæður verið skelfilegar. Hann segist hafa verið beittur ofbeldi af öðrum föngum og segist enga aðstoð frá fagaðilum fengið. Þetta segir í úrskurði Landsréttar frá því í dag. Hann hafi, þegar hann flutti hingað til lands, ekki gert það í því skyni að fela sig fyrir pólskum yfirvöldum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri eftirlýstur fyrr en eftir að hann hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu í apríl. Þá hafi hann þegar afplánað um sjö mánuði af dómi sínum með gæsluvarðhaldsvist í Póllandi og engar upplýsingar fengið um það hvort eða hvenær hann ætti að klára afplánunina. Hann hafi því verið vongóður um að hann hefði þegar lokið afplánun og væri á skilorði eða reynslulausn varðandi eftirstöðvar dómsins. Gaf sig ekki fram við lögreglu Þá byggði hann mál sitt einnig á því að hann ætti ólokið sakamál hér á landi. Hann teldi því að þær ásakanir væru úr lausu lofti gripnar og honum því nauðsynlegt að vera hér á landi til þess að geta tryggt að málið fái réttlát málalok að honum viðstöddum. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á þetta. Verður Kozlowski því sendur aftur til Póllands. Lýst var eftir Kozlowski í gær þar sem hann hafði verið settur í farbann og honum verið gert að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi sem hann gerði ekki í gær og var því lýst eftir honum. Dómsmál Pólland Tengdar fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07 Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kozlowski á eftir að afplána rúm sex ár af dómnum. Gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum í mars 2020. Hann var handtekinn þann 15. apríl síðastliðinn vegna innbrots og frelsissviptingar og daginn eftir var honum kynnt handtökuskipunin. Taldi sig ekki eiga eftir að afplána í fangelsi Kozlowski mótmælti því harðlega að verða sendur aftur til Póllands vegna slæmra skilyrða í pólskum fangelsum. Hann hafi upplifað mikla vanlíðan þegar hann var í gæsluvarðhaldi árið 2018 og hafi aðstæður verið skelfilegar. Hann segist hafa verið beittur ofbeldi af öðrum föngum og segist enga aðstoð frá fagaðilum fengið. Þetta segir í úrskurði Landsréttar frá því í dag. Hann hafi, þegar hann flutti hingað til lands, ekki gert það í því skyni að fela sig fyrir pólskum yfirvöldum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri eftirlýstur fyrr en eftir að hann hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu í apríl. Þá hafi hann þegar afplánað um sjö mánuði af dómi sínum með gæsluvarðhaldsvist í Póllandi og engar upplýsingar fengið um það hvort eða hvenær hann ætti að klára afplánunina. Hann hafi því verið vongóður um að hann hefði þegar lokið afplánun og væri á skilorði eða reynslulausn varðandi eftirstöðvar dómsins. Gaf sig ekki fram við lögreglu Þá byggði hann mál sitt einnig á því að hann ætti ólokið sakamál hér á landi. Hann teldi því að þær ásakanir væru úr lausu lofti gripnar og honum því nauðsynlegt að vera hér á landi til þess að geta tryggt að málið fái réttlát málalok að honum viðstöddum. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á þetta. Verður Kozlowski því sendur aftur til Póllands. Lýst var eftir Kozlowski í gær þar sem hann hafði verið settur í farbann og honum verið gert að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi sem hann gerði ekki í gær og var því lýst eftir honum.
Dómsmál Pólland Tengdar fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07 Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07
Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26