Hinn eftirlýsti verður sendur til Póllands vegna stórfelldrar líkamsárásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 15:59 Maðurinn var dæmdur í nóvember 2018 fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða brotaþolans. vísir Sebastian Kozlowski, sem lýst var eftir af lögreglu í gær, verður sendur til Póllands til að sæta fangelsisvist vegna stórfelldrar líkamsárásar sem leiddi til dauða brotaþola. Hann var dæmdur fyrir málið í nóvember 2018 en hann kom hingað til lands árið 2019 til þess að hefja nýtt líf. Kozlowski á eftir að afplána rúm sex ár af dómnum. Gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum í mars 2020. Hann var handtekinn þann 15. apríl síðastliðinn vegna innbrots og frelsissviptingar og daginn eftir var honum kynnt handtökuskipunin. Taldi sig ekki eiga eftir að afplána í fangelsi Kozlowski mótmælti því harðlega að verða sendur aftur til Póllands vegna slæmra skilyrða í pólskum fangelsum. Hann hafi upplifað mikla vanlíðan þegar hann var í gæsluvarðhaldi árið 2018 og hafi aðstæður verið skelfilegar. Hann segist hafa verið beittur ofbeldi af öðrum föngum og segist enga aðstoð frá fagaðilum fengið. Þetta segir í úrskurði Landsréttar frá því í dag. Hann hafi, þegar hann flutti hingað til lands, ekki gert það í því skyni að fela sig fyrir pólskum yfirvöldum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri eftirlýstur fyrr en eftir að hann hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu í apríl. Þá hafi hann þegar afplánað um sjö mánuði af dómi sínum með gæsluvarðhaldsvist í Póllandi og engar upplýsingar fengið um það hvort eða hvenær hann ætti að klára afplánunina. Hann hafi því verið vongóður um að hann hefði þegar lokið afplánun og væri á skilorði eða reynslulausn varðandi eftirstöðvar dómsins. Gaf sig ekki fram við lögreglu Þá byggði hann mál sitt einnig á því að hann ætti ólokið sakamál hér á landi. Hann teldi því að þær ásakanir væru úr lausu lofti gripnar og honum því nauðsynlegt að vera hér á landi til þess að geta tryggt að málið fái réttlát málalok að honum viðstöddum. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á þetta. Verður Kozlowski því sendur aftur til Póllands. Lýst var eftir Kozlowski í gær þar sem hann hafði verið settur í farbann og honum verið gert að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi sem hann gerði ekki í gær og var því lýst eftir honum. Dómsmál Pólland Tengdar fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07 Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Kozlowski á eftir að afplána rúm sex ár af dómnum. Gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum í mars 2020. Hann var handtekinn þann 15. apríl síðastliðinn vegna innbrots og frelsissviptingar og daginn eftir var honum kynnt handtökuskipunin. Taldi sig ekki eiga eftir að afplána í fangelsi Kozlowski mótmælti því harðlega að verða sendur aftur til Póllands vegna slæmra skilyrða í pólskum fangelsum. Hann hafi upplifað mikla vanlíðan þegar hann var í gæsluvarðhaldi árið 2018 og hafi aðstæður verið skelfilegar. Hann segist hafa verið beittur ofbeldi af öðrum föngum og segist enga aðstoð frá fagaðilum fengið. Þetta segir í úrskurði Landsréttar frá því í dag. Hann hafi, þegar hann flutti hingað til lands, ekki gert það í því skyni að fela sig fyrir pólskum yfirvöldum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri eftirlýstur fyrr en eftir að hann hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu í apríl. Þá hafi hann þegar afplánað um sjö mánuði af dómi sínum með gæsluvarðhaldsvist í Póllandi og engar upplýsingar fengið um það hvort eða hvenær hann ætti að klára afplánunina. Hann hafi því verið vongóður um að hann hefði þegar lokið afplánun og væri á skilorði eða reynslulausn varðandi eftirstöðvar dómsins. Gaf sig ekki fram við lögreglu Þá byggði hann mál sitt einnig á því að hann ætti ólokið sakamál hér á landi. Hann teldi því að þær ásakanir væru úr lausu lofti gripnar og honum því nauðsynlegt að vera hér á landi til þess að geta tryggt að málið fái réttlát málalok að honum viðstöddum. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á þetta. Verður Kozlowski því sendur aftur til Póllands. Lýst var eftir Kozlowski í gær þar sem hann hafði verið settur í farbann og honum verið gert að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi sem hann gerði ekki í gær og var því lýst eftir honum.
Dómsmál Pólland Tengdar fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07 Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07
Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26