Af hverju stunda Píratar þöggun? Einar Steingrímsson skrifar 8. júní 2021 07:01 Í stuttu máli: Á Pírataspjallinu hefur lengi verið stunduð ritskoðun, þar sem reynt er að þagga niður tilteknar (málefnalega fram settar) skoðanir og fólk sem tjáir þær. Framkvæmdastjórn Pírata, sem ber ábyrgð á spjallinu hunsar kvartanir um þessa ritskoðun. Á spjallinu er bannað að fjalla um ritskoðunina á því. Nýlega var einnig bannað að fjalla um hana í litlum lokuðum hópi Pírata sem á þó að fjalla um stefnu og störf hreyfingarinnar. Í nokkur ár hefur verið stunduð ritskoðun á Pírataspjallinu, sem Framkvæmdastjórn Pírata ber ábyrgð á og skipar stjórnendur yfir. Nú er auðvitað erfitt að hafa yfirsýn yfir allt sem eytt hefur verið af spjallinu, en þar sem þræðir eru gjarnan frystir án þess að vera eytt, er nokkuð augljós tilhneiging í slíkri ritskoðun, nefnilega að hún beinist fyrst og fremst gegn þeim sem voga sér að gagnrýna kennisetningar femínista. Enda hafa stjórnendur oft viðurkennt að hafa beitt slíkri ritskoðun vegna eigin skoðana eða andúðar í garð fólks sem póstar á spjallið þótt ekki hafi verið haldið fram að póstarnir sjálfir væru ámælisverðir. Þessi ritskoðun hefur á köflum verið mjög slæm síðustu 2-3 árin, en virtist eitthvað vera að lagast fyrir skömmu, þegar nýjar línur voru lagðar, póstar þurftu samþykki áður en þeir birtust, og sumir ofstækisfyllstu stjórnendurnir hurfu á braut. En sá friður entist stutt. Síðastliðinn sunnudag var innleggi sem undirritaður ætlaði að pósta hafnað. Það snerist um þessa frétt og með fylgdu þessi ummæli: „Burtséð frá því hvað fólki finnst um málflutning Hannesar, af hverju er í lagi að framkvæmdastýra Jafnréttisstofu tali niðrandi um karla með þessum hætti, en allt verður brjálað ef hnýtt er í konu sem „freka kellingu“?“ Í höfnuninni var vísað í fyrstu reglu spjallsins: „Hatursorða og persónulegar árásir eru óheimilar“. Ekki var útskýrt hvernig þetta innlegg gæti flokkast sem hatursorðræða (enda hefur verið algengt í ritskoðun á spjallinu að gefnar ástæður hafi verið út í hött). Hins vegar skrifaði umræddur stjórnandi þessa skýringu: „Þetta er ekki uppbyggilegt innlegg, það er búið að prófa það. Kommentin verða mjög fljótt leiðinleg.“ Ef samkvæmni væri í ritskoðuninni á Pírataspjallinu þá væri með þessu verið að leggja vopn í hendur þeirra sem vildu þagga niður tiltekin umræðuefni og persónur, því nóg væri að vera með nægilega mörg "leiðinleg" ummæli við slíka umræðu til að hún yrði fryst. Eða jafnvel, eins og í ofangreindu tilfelli, kæfð í fæðingu, af því stjórnendur væru vissir um að það myndu koma "leiðinleg" ummæli. Og reyndar hefur það gjarnan verið svo að hópur fólks innan Píratahreyfingarinnar hefur stundað afar ómálefnalegt skítkast á Pírataspjallinu gegn þeim sem voga sér að andæfa vinsælum kennisetningum sem ekki má anda á, hvað þá gagnrýna. Þannig eru það oft þau sem standa að baki ritskoðuninni eða styðja hana sem sjálf gera sig sek um persónulegt skítkast á fólk sem þau gagnrýna fyrir vondar skoðanir. Framkvæmdastjórn Pírata sem ber ábyrgð á spjallinu og stjórnendum þess hunsar svo yfirleitt kvartanir um ritskoðun, og ansar jafnvel ekki erindum um slíkt. Nú hefur lengi verið starfandi lokaður hópur virkra Pírata á Facebook, þar sem á að vera „áhersla á umræður um píratastarfið, leiðir og lausnir, málefni, pepp og skoðanir sem tengjast beint og óbeint rekstri, starfi og velgengni Pírata.“ Þar hefur ritskoðunin á Pírataspjallinu stundum verið rædd, enda hluti af starfi hreyfingarinnar að stjórna spjallinu. Fyrir tæpum mánuði ákváðu stjórnendur þess hóps þó að banna umræður um ritskoðunina á Pírataspjallinu, af því að svo stutt væri til kosninga að slík umræða (í þessum litla lokaða hópi) mætti ekki trufla kosningabaráttuna. Síðan þessi regla var sett hafa reyndar birst færri en tvö innlegg á dag að meðaltali, og mörg þeirra fjalla alls ekki um kosningastarfið eða yfirleitt starf Pírata og stefnu; þar er jafnvel verið að pósta aulabröndurum. Stjórnendur Pírataspjallsins, sérstaklega þau sem harðast hafa gengið fram í ritskoðuninni, hafa langflest verið óbreyttir meðlimir hreyfingarinnar, en forystufólkið (kjörnir fulltrúar) hefur nánast undantekningalaust látið þessa þöggunartilburði afskiptalausa, og jafnvel réttlætt þá. (Meðal stjórnenda hópsins Virkir Píratar, sem bönnuðu umræður um ritskoðunina, er þó einn kjörinn fulltrúi, borgarfulltrúinn Alexandra Briem.) Þannig hefur þöggunin gengið svo langt að ekki er lengur hægt að ræða ritskoðun og þöggun innan hreyfingarinnar. Og þótt í Grunnstefnu Pírata segi „Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga“, þá virðast sumar skoðanir vera frjálsari en aðrar á vettvangi Pírata, alveg eins og var með jafnréttið í Animal Farm ... Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Tjáningarfrelsi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í stuttu máli: Á Pírataspjallinu hefur lengi verið stunduð ritskoðun, þar sem reynt er að þagga niður tilteknar (málefnalega fram settar) skoðanir og fólk sem tjáir þær. Framkvæmdastjórn Pírata, sem ber ábyrgð á spjallinu hunsar kvartanir um þessa ritskoðun. Á spjallinu er bannað að fjalla um ritskoðunina á því. Nýlega var einnig bannað að fjalla um hana í litlum lokuðum hópi Pírata sem á þó að fjalla um stefnu og störf hreyfingarinnar. Í nokkur ár hefur verið stunduð ritskoðun á Pírataspjallinu, sem Framkvæmdastjórn Pírata ber ábyrgð á og skipar stjórnendur yfir. Nú er auðvitað erfitt að hafa yfirsýn yfir allt sem eytt hefur verið af spjallinu, en þar sem þræðir eru gjarnan frystir án þess að vera eytt, er nokkuð augljós tilhneiging í slíkri ritskoðun, nefnilega að hún beinist fyrst og fremst gegn þeim sem voga sér að gagnrýna kennisetningar femínista. Enda hafa stjórnendur oft viðurkennt að hafa beitt slíkri ritskoðun vegna eigin skoðana eða andúðar í garð fólks sem póstar á spjallið þótt ekki hafi verið haldið fram að póstarnir sjálfir væru ámælisverðir. Þessi ritskoðun hefur á köflum verið mjög slæm síðustu 2-3 árin, en virtist eitthvað vera að lagast fyrir skömmu, þegar nýjar línur voru lagðar, póstar þurftu samþykki áður en þeir birtust, og sumir ofstækisfyllstu stjórnendurnir hurfu á braut. En sá friður entist stutt. Síðastliðinn sunnudag var innleggi sem undirritaður ætlaði að pósta hafnað. Það snerist um þessa frétt og með fylgdu þessi ummæli: „Burtséð frá því hvað fólki finnst um málflutning Hannesar, af hverju er í lagi að framkvæmdastýra Jafnréttisstofu tali niðrandi um karla með þessum hætti, en allt verður brjálað ef hnýtt er í konu sem „freka kellingu“?“ Í höfnuninni var vísað í fyrstu reglu spjallsins: „Hatursorða og persónulegar árásir eru óheimilar“. Ekki var útskýrt hvernig þetta innlegg gæti flokkast sem hatursorðræða (enda hefur verið algengt í ritskoðun á spjallinu að gefnar ástæður hafi verið út í hött). Hins vegar skrifaði umræddur stjórnandi þessa skýringu: „Þetta er ekki uppbyggilegt innlegg, það er búið að prófa það. Kommentin verða mjög fljótt leiðinleg.“ Ef samkvæmni væri í ritskoðuninni á Pírataspjallinu þá væri með þessu verið að leggja vopn í hendur þeirra sem vildu þagga niður tiltekin umræðuefni og persónur, því nóg væri að vera með nægilega mörg "leiðinleg" ummæli við slíka umræðu til að hún yrði fryst. Eða jafnvel, eins og í ofangreindu tilfelli, kæfð í fæðingu, af því stjórnendur væru vissir um að það myndu koma "leiðinleg" ummæli. Og reyndar hefur það gjarnan verið svo að hópur fólks innan Píratahreyfingarinnar hefur stundað afar ómálefnalegt skítkast á Pírataspjallinu gegn þeim sem voga sér að andæfa vinsælum kennisetningum sem ekki má anda á, hvað þá gagnrýna. Þannig eru það oft þau sem standa að baki ritskoðuninni eða styðja hana sem sjálf gera sig sek um persónulegt skítkast á fólk sem þau gagnrýna fyrir vondar skoðanir. Framkvæmdastjórn Pírata sem ber ábyrgð á spjallinu og stjórnendum þess hunsar svo yfirleitt kvartanir um ritskoðun, og ansar jafnvel ekki erindum um slíkt. Nú hefur lengi verið starfandi lokaður hópur virkra Pírata á Facebook, þar sem á að vera „áhersla á umræður um píratastarfið, leiðir og lausnir, málefni, pepp og skoðanir sem tengjast beint og óbeint rekstri, starfi og velgengni Pírata.“ Þar hefur ritskoðunin á Pírataspjallinu stundum verið rædd, enda hluti af starfi hreyfingarinnar að stjórna spjallinu. Fyrir tæpum mánuði ákváðu stjórnendur þess hóps þó að banna umræður um ritskoðunina á Pírataspjallinu, af því að svo stutt væri til kosninga að slík umræða (í þessum litla lokaða hópi) mætti ekki trufla kosningabaráttuna. Síðan þessi regla var sett hafa reyndar birst færri en tvö innlegg á dag að meðaltali, og mörg þeirra fjalla alls ekki um kosningastarfið eða yfirleitt starf Pírata og stefnu; þar er jafnvel verið að pósta aulabröndurum. Stjórnendur Pírataspjallsins, sérstaklega þau sem harðast hafa gengið fram í ritskoðuninni, hafa langflest verið óbreyttir meðlimir hreyfingarinnar, en forystufólkið (kjörnir fulltrúar) hefur nánast undantekningalaust látið þessa þöggunartilburði afskiptalausa, og jafnvel réttlætt þá. (Meðal stjórnenda hópsins Virkir Píratar, sem bönnuðu umræður um ritskoðunina, er þó einn kjörinn fulltrúi, borgarfulltrúinn Alexandra Briem.) Þannig hefur þöggunin gengið svo langt að ekki er lengur hægt að ræða ritskoðun og þöggun innan hreyfingarinnar. Og þótt í Grunnstefnu Pírata segi „Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga“, þá virðast sumar skoðanir vera frjálsari en aðrar á vettvangi Pírata, alveg eins og var með jafnréttið í Animal Farm ... Höfundur er stærðfræðingur.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun