Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2021 16:24 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam vorið 2018. Hafþór birti þessa mynd á Instagram á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi hlaut tuttugu mánaða dóm í Bitcoin-málinu svokallaða og Sindri tæplega fimm ára dóm. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu. Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira