UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 16:34 Allt markaðsefni UN Women með tónlistarmanninum Auði hefur verið fjarlægt vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Vísir/Daniel Thor UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Auður kom meðal annars fram í auglýsingaefni fyrir herferðina Fokk ofbeldi auk þess sem hann hélt styrktartónleika fyrir samtökin í tilefni af árlegri Ljósagöngu UN Women árið 2019. Það hefur nú allt verið fjarlægt af samfélagsmiðlum á vegum samtakanna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta í fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ segir Stella í samtali við fréttastofu. „UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur,“ segir Stella. Þjóðleikhúsið hefur ásakanir um kynferðisofbeldi til skoðunar DV greindi frá því fyrr í dag að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Auður sér um tónlistina fyrir leiksýninguna Rómeó og Júlíu sem er á dagskrá Þjóðleikhússins fyrir næsta leikár. Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrr í dag að Auður hafi misst meira en þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram á síðustu vikum. Þann 4. maí hafi hann verið með 12.800 fylgjendur á miðlinum en sé nú með 11.800 fylgjendur. Háværar sögusagnir hafa gengið um samfélagsmiðla, og þá sérstaklega Twitter, síðustu daga þar sem Auður hefur verið ásakaður um að hafa sofið hjá stelpum undir lögaldri og að hafa beitt stúlkur frelsissviptingu. Auður er sjálfur 28 ára gamall. Fjöldi fólks hefur á samfélagsmiðlum sakað Auði um ýmislegt misjafnt en hann sjaldan verið nafngreindur. Ýmist hefur verið vísað til landsþekkts tónlistarmanns eða í lagatexta hans. Meðal annars hefur verið vísað í lagið Siðblindur, sem Auður gaf út árið 2018. Auður tísti í byrjun maí hve átakanlegt það sé að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi sé. Tístið fékk misjöfn viðbrögð. Átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er í kringum mann. Sendi styrk og ást til þolenda. — AUÐUR (@auduraudur) May 7, 2021 Hvorki hefur náðst í Auðunn, Steinunni Camillu, umboðsmann hans, né hefur fyrirspurn fréttastofu vegna málsins verið svarað af Þjóðleikhúsinu. Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Auður kom meðal annars fram í auglýsingaefni fyrir herferðina Fokk ofbeldi auk þess sem hann hélt styrktartónleika fyrir samtökin í tilefni af árlegri Ljósagöngu UN Women árið 2019. Það hefur nú allt verið fjarlægt af samfélagsmiðlum á vegum samtakanna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta í fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ segir Stella í samtali við fréttastofu. „UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur,“ segir Stella. Þjóðleikhúsið hefur ásakanir um kynferðisofbeldi til skoðunar DV greindi frá því fyrr í dag að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Auður sér um tónlistina fyrir leiksýninguna Rómeó og Júlíu sem er á dagskrá Þjóðleikhússins fyrir næsta leikár. Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrr í dag að Auður hafi misst meira en þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram á síðustu vikum. Þann 4. maí hafi hann verið með 12.800 fylgjendur á miðlinum en sé nú með 11.800 fylgjendur. Háværar sögusagnir hafa gengið um samfélagsmiðla, og þá sérstaklega Twitter, síðustu daga þar sem Auður hefur verið ásakaður um að hafa sofið hjá stelpum undir lögaldri og að hafa beitt stúlkur frelsissviptingu. Auður er sjálfur 28 ára gamall. Fjöldi fólks hefur á samfélagsmiðlum sakað Auði um ýmislegt misjafnt en hann sjaldan verið nafngreindur. Ýmist hefur verið vísað til landsþekkts tónlistarmanns eða í lagatexta hans. Meðal annars hefur verið vísað í lagið Siðblindur, sem Auður gaf út árið 2018. Auður tísti í byrjun maí hve átakanlegt það sé að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi sé. Tístið fékk misjöfn viðbrögð. Átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er í kringum mann. Sendi styrk og ást til þolenda. — AUÐUR (@auduraudur) May 7, 2021 Hvorki hefur náðst í Auðunn, Steinunni Camillu, umboðsmann hans, né hefur fyrirspurn fréttastofu vegna málsins verið svarað af Þjóðleikhúsinu.
Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira