Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 10:10 Mótmælendur felldu styttu af Ryerson, sem jafnan er talinn hönnuður heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, í gær. Getty/Steve Russell Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. Styttuna af Ryerson, sem stóð við Ryerson háskólann í Tortonto í Kanada, var þegar búið að skemma fyrr í vikunni. Þá hafði verið krotað á styttuna og rauðri málningu hellt yfir hana. Fyrrnefndir heimavistarskólar voru reknir í Kanada í hartnær hundrað ár, frá áttunda áratug 19. aldar fram á áttunda áratug 20. aldar. Börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum, sem voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Skólarnir hafa verið mikið til umræðu undanfarna viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann á dögunum. Munu ekki endurreisa styttuna Gagnrýni á Ryerson hefur aukist gífurlega undanfarna viku og hefur meðal annars verið kallað eftir því að styttan af honum verði fjarlægð af skólasvæðinu og að Ryerson háskólinn verði endurnefndur. Eins og áður segir var búið að mála á styttuna og var meðal annars búið að skrifa á hana: „grafið þau upp“ og „gefið okkur landið aftur“. Kayla Sutherland steig upp á pallinn sem styttan af Ryerson stóð á og flutti ræðu.Getty/Steve Russell Í yfirlýsingu frá háskólanum segir að meira en þúsund hafi tekið þátt í friðsamlegum mótmælum við skólann síðdegis í gær áður en einn mótmælenda kom með trukk á svæðið sem var notaður í að toga styttuna niður af stallinum. Mohamed Lachemi, rektor skólans, sagði að styttan verði ekki endurreist. Þá hefur skólinn skipað nefnd sem mun vinna að tillögu um það hvort eigi að endurnefna skólann og hvernig skólinn geti brugðist við arfleifðinni sem Ryerson skildi eftir sig. Nefndin á að ljúka vinnu sinni í september. Kanada Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Styttuna af Ryerson, sem stóð við Ryerson háskólann í Tortonto í Kanada, var þegar búið að skemma fyrr í vikunni. Þá hafði verið krotað á styttuna og rauðri málningu hellt yfir hana. Fyrrnefndir heimavistarskólar voru reknir í Kanada í hartnær hundrað ár, frá áttunda áratug 19. aldar fram á áttunda áratug 20. aldar. Börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum, sem voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Skólarnir hafa verið mikið til umræðu undanfarna viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann á dögunum. Munu ekki endurreisa styttuna Gagnrýni á Ryerson hefur aukist gífurlega undanfarna viku og hefur meðal annars verið kallað eftir því að styttan af honum verði fjarlægð af skólasvæðinu og að Ryerson háskólinn verði endurnefndur. Eins og áður segir var búið að mála á styttuna og var meðal annars búið að skrifa á hana: „grafið þau upp“ og „gefið okkur landið aftur“. Kayla Sutherland steig upp á pallinn sem styttan af Ryerson stóð á og flutti ræðu.Getty/Steve Russell Í yfirlýsingu frá háskólanum segir að meira en þúsund hafi tekið þátt í friðsamlegum mótmælum við skólann síðdegis í gær áður en einn mótmælenda kom með trukk á svæðið sem var notaður í að toga styttuna niður af stallinum. Mohamed Lachemi, rektor skólans, sagði að styttan verði ekki endurreist. Þá hefur skólinn skipað nefnd sem mun vinna að tillögu um það hvort eigi að endurnefna skólann og hvernig skólinn geti brugðist við arfleifðinni sem Ryerson skildi eftir sig. Nefndin á að ljúka vinnu sinni í september.
Kanada Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40