Einsmáls Baldur Baldur Borgþórsson skrifar 7. júní 2021 07:00 Í störfum mínum sem varaborgarfulltrúi hef ég komið víða við og í öllum tilfellum gert allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja skynsamlegar lausnir og umfram allt sanngjarnar. Má þar nefna sem dæmi Skipulags og samgönguráð, Umhverfis og heilbrigðisráð, Menningar- íþrótta og tómstundaráð, Borgarráð, Borgarstjórn og Forsætisnefnd. Málin sem ég hef átt aðkomu að nema hundruðum, eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og skanna í raun litrófið allt. Þar sem ég er fulltrúi minnihluta borgarstjórnar verða þau sjónarmið sem ég stend fyrir, skynsamlegar lausnir og sanngjarnar, oftar en ekki undir. Hvers vegna gæti einhver spurt? Skýringin er einföld og kristallast hvað best í frægum rökum fulltrúa meirihlutans í einu átakamálinu á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.” Slíkum viðhorfum er erfitt að berjast gegn, enda eins ólík og hægt er viðhorfum þess er vill taka ákvarðanir sem byggðar eru á skynsömum lausnum og sanngirni. En svartnættið er þó ekki algjört, því einstaka sinnum rofar til. Bara alltof sjaldan. Nú berast mér sú tíðindi að ég sé einsmáls maður. Baldur einsmálsmaður. Að ég tali aðeins um einn málaflokk, eitt mál: Vanda fíkniefna- og áfengissjúklinga. Þrátt fyrir að þetta sé vissulega alrangt, þá er það svo sannarlega rétt að ég hef barist hart fyrir úrbótum og lausnum í þessum málaflokki. Rétt eins og ég geri alltaf, í öllum málum sem ég kem að. Leiðarljósið er alltaf hið sama: Skynsamlegar og sanngjarnar lausnir. Ég er þakklátur þessum aðila sem hefur af rausn sinni gefið mér þessa nafnbót. Það er nefnilega svo að ef það er einhver málaflokkur sem ég vil að mín verði minnst fyrir að hafa barist fyrir af lífi og sál, þá er það þessi. Málaflokkur sem kostar tugi ungmenna okkar lífið árlega. Málaflokkur þar sem ekkert má spara til í lausnum því líf tuga liggur við og lífshamingja þúsunda. Á hverju einasta ári… Til þess sem gaf mér þessa nafnbót hef ég aðeins eitt að segja: Takk þú. Höfundur greinarinnar er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fíkn Miðflokkurinn Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem varaborgarfulltrúi hef ég komið víða við og í öllum tilfellum gert allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja skynsamlegar lausnir og umfram allt sanngjarnar. Má þar nefna sem dæmi Skipulags og samgönguráð, Umhverfis og heilbrigðisráð, Menningar- íþrótta og tómstundaráð, Borgarráð, Borgarstjórn og Forsætisnefnd. Málin sem ég hef átt aðkomu að nema hundruðum, eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og skanna í raun litrófið allt. Þar sem ég er fulltrúi minnihluta borgarstjórnar verða þau sjónarmið sem ég stend fyrir, skynsamlegar lausnir og sanngjarnar, oftar en ekki undir. Hvers vegna gæti einhver spurt? Skýringin er einföld og kristallast hvað best í frægum rökum fulltrúa meirihlutans í einu átakamálinu á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.” Slíkum viðhorfum er erfitt að berjast gegn, enda eins ólík og hægt er viðhorfum þess er vill taka ákvarðanir sem byggðar eru á skynsömum lausnum og sanngirni. En svartnættið er þó ekki algjört, því einstaka sinnum rofar til. Bara alltof sjaldan. Nú berast mér sú tíðindi að ég sé einsmáls maður. Baldur einsmálsmaður. Að ég tali aðeins um einn málaflokk, eitt mál: Vanda fíkniefna- og áfengissjúklinga. Þrátt fyrir að þetta sé vissulega alrangt, þá er það svo sannarlega rétt að ég hef barist hart fyrir úrbótum og lausnum í þessum málaflokki. Rétt eins og ég geri alltaf, í öllum málum sem ég kem að. Leiðarljósið er alltaf hið sama: Skynsamlegar og sanngjarnar lausnir. Ég er þakklátur þessum aðila sem hefur af rausn sinni gefið mér þessa nafnbót. Það er nefnilega svo að ef það er einhver málaflokkur sem ég vil að mín verði minnst fyrir að hafa barist fyrir af lífi og sál, þá er það þessi. Málaflokkur sem kostar tugi ungmenna okkar lífið árlega. Málaflokkur þar sem ekkert má spara til í lausnum því líf tuga liggur við og lífshamingja þúsunda. Á hverju einasta ári… Til þess sem gaf mér þessa nafnbót hef ég aðeins eitt að segja: Takk þú. Höfundur greinarinnar er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun