Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 2-1 | Fyrsta tap Selfoss Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 5. júní 2021 17:29 vísir/hulda margrét Selfoss tapaði sínum fyrsta leik þetta sumarið er liðið beið í lægri hlut gegn ÍBV í slagnum um Suðurland. Það er ekki hægt að segja að það hafi verið kjöraðstæður fyrir fótbolta í Vestmannaeyjum í dag. Hávaðarok og úrhelli setti strik sinn í leikinn. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og dró til tíðinda strax á 2. mínútu þegar að Selfyssingar keyra upp völlinn og var það Brenna Lovera sem var á skotskónum og kom Selfoss yfir, 0-1. Við tók mikil barátta þar sem að liðin skiptust á að spila boltanum og keyra upp völlinn. Bæði lið voru að koma sér í góð færi en boltinn rataði ekki í netið. Það var ekki fyrr en á 36. mínútu þegar að Þóra Björg Stefánsdóttir sem átti nokkur ágætis færi fyrr í leiknum, kemur boltanum í netið, stönginn inn og jafnar metin, 1-1. Við tók aftur kafli þar sem að liðin skipust á að keyra upp völlinn. Ekki var meira um mörk í fyrri hálfleiknum og því staðan 1-1 þegar að liðin gegnu í klefana í hálfleik. ÍBV mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn heldur en þær mættu í þann fyrri. Bæði lið voru duglegar að spila upp völlinn og koma sér í ágætisfæri en vindurinn var ekki að hjálpa neinum inn á vellinum. Hinsvegar dró til tíðinda á 63. mínútu þegar að Delaney Baie Pridham fékk vindinn með sér í lið. Hún skaut á markið og vindurinn feikti boltanum í netið og Eyjakonur því komnar yfir, 2-1. Selfyssingar reyndu að koma sér yfir og fengu nokkur mjög fín færi undir lok leiks þar sem stúkan var orðin ansi óþreyjufull að láta dómarann flauta leikinn af en það gekk ekki og Eyjakonur því fyrstar til að sigra Selfoss, 2-1. Afhverju vann ÍBV? Eyjakonur mættu tvíelfdar til leiks í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera spila á móti vind. Það hjálpaði eflaust mikið að hafa jafnað í fyrri hálfleik en ekki að vera undir. Þær voru mun meira með boltann í seinni hálfleiknum og voru að spila honum vel á milli sín og koma sér í góð færi. Hverjar stóðu upp úr? Hjá ÍBV var Þóra Björg Stefánsdóttir öflug. Hún var allt í öllu, skoraði fyrra markið og lagði upp það seinna. Delaney Baie Pridham skoraði seinna markið og var dugleg við að koma sér í góð færi og keyra fram. Hjá Selfoss var það Brenna Lovera sem skoraði fyrsta mark Selfyssinga strax á 2. mínútu leiksins. Hún kom sér í nokkur góð færi í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að nýta þau. Hólmfríður Magnúsdóttir var mjög góð og var allt í öllu og áttu Eyjakonur erfitt með hana. Hvað gekk illa? Ef það er tekið hálfleikaskipt þá voru ÍBV í basli í fyrri hálfleik. Fengu mark á sig strax í byrjun leiks og voru að missa boltann frá sér. Í seinni hálfleiknum voru Selfyssingar sem áttu erfitt með að koma boltanum á markið. Svo er vissulega hægt að skrifa ýmislegt á veðrið þar sem að boltinn stoppaði nánast í loftinu þegar honum var sparkað fram. Hvað gerist næst? Nú tekið við landsleikjahlé. Næsta umferð fer ekki fram fyrr 21. júní. Þá mætir ÍBV, Stjörnunni á Samsungvellinum kl 18:00. Selfoss fær Breiðablik í heimsókn á JÁVERK- völlinn kl 19:15 saman dag. Alfreð Elías Jóhannsson: Við erum hundsvekkt að hafa tapað Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir fyrsta tap þeirra í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið sótti ÍBV heim. „Þetta var ótrúlega svekkjandi tap á móti góðu liðið. Þetta var mjög erfitt.“ Selfyssingar komu sér stax yfir í upphafi leiks en eftir datt leikur þeirra aðeins niður. „Við vorum alveg með leikinn af mínu viti í fyrri hálfleik á móti sterkum vindi og gerðum mjög vel. Gerðum ein mistök og fengum mark á okkur í seinni hálfleik. Það voru erfiðar aðstæður en leikmenn beggja liða voru að gera eins vel og hægt var og komust ágætlega frá því.“ „Það er hundsvekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu á móti mjög góðu og mjög vel skipulögðu liði Eyjamanna.“ Það er landsleikjahlé í deildinni og sagði Alfreð að það yrði nýtt til æfinga. „Við þurfum að recovera, það eru smá meiðsli hjá okkur og við þurfum að nota þessar tvær vikur nokkuð vel og við gerum það klárlega og bæta okkar leik. Við erum hundsvekkt að hafa tapað,“ sagði Alfreð að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Tengdar fréttir „Uppleggið var að mæta grimmar og kröftugar en ekki að vera komnar undir eftir eina mínútu“ Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigur á móti taplausu Selfoss liði í Pepsi Max deild kvenna í dag. 5. júní 2021 16:45
Selfoss tapaði sínum fyrsta leik þetta sumarið er liðið beið í lægri hlut gegn ÍBV í slagnum um Suðurland. Það er ekki hægt að segja að það hafi verið kjöraðstæður fyrir fótbolta í Vestmannaeyjum í dag. Hávaðarok og úrhelli setti strik sinn í leikinn. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og dró til tíðinda strax á 2. mínútu þegar að Selfyssingar keyra upp völlinn og var það Brenna Lovera sem var á skotskónum og kom Selfoss yfir, 0-1. Við tók mikil barátta þar sem að liðin skiptust á að spila boltanum og keyra upp völlinn. Bæði lið voru að koma sér í góð færi en boltinn rataði ekki í netið. Það var ekki fyrr en á 36. mínútu þegar að Þóra Björg Stefánsdóttir sem átti nokkur ágætis færi fyrr í leiknum, kemur boltanum í netið, stönginn inn og jafnar metin, 1-1. Við tók aftur kafli þar sem að liðin skipust á að keyra upp völlinn. Ekki var meira um mörk í fyrri hálfleiknum og því staðan 1-1 þegar að liðin gegnu í klefana í hálfleik. ÍBV mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn heldur en þær mættu í þann fyrri. Bæði lið voru duglegar að spila upp völlinn og koma sér í ágætisfæri en vindurinn var ekki að hjálpa neinum inn á vellinum. Hinsvegar dró til tíðinda á 63. mínútu þegar að Delaney Baie Pridham fékk vindinn með sér í lið. Hún skaut á markið og vindurinn feikti boltanum í netið og Eyjakonur því komnar yfir, 2-1. Selfyssingar reyndu að koma sér yfir og fengu nokkur mjög fín færi undir lok leiks þar sem stúkan var orðin ansi óþreyjufull að láta dómarann flauta leikinn af en það gekk ekki og Eyjakonur því fyrstar til að sigra Selfoss, 2-1. Afhverju vann ÍBV? Eyjakonur mættu tvíelfdar til leiks í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera spila á móti vind. Það hjálpaði eflaust mikið að hafa jafnað í fyrri hálfleik en ekki að vera undir. Þær voru mun meira með boltann í seinni hálfleiknum og voru að spila honum vel á milli sín og koma sér í góð færi. Hverjar stóðu upp úr? Hjá ÍBV var Þóra Björg Stefánsdóttir öflug. Hún var allt í öllu, skoraði fyrra markið og lagði upp það seinna. Delaney Baie Pridham skoraði seinna markið og var dugleg við að koma sér í góð færi og keyra fram. Hjá Selfoss var það Brenna Lovera sem skoraði fyrsta mark Selfyssinga strax á 2. mínútu leiksins. Hún kom sér í nokkur góð færi í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að nýta þau. Hólmfríður Magnúsdóttir var mjög góð og var allt í öllu og áttu Eyjakonur erfitt með hana. Hvað gekk illa? Ef það er tekið hálfleikaskipt þá voru ÍBV í basli í fyrri hálfleik. Fengu mark á sig strax í byrjun leiks og voru að missa boltann frá sér. Í seinni hálfleiknum voru Selfyssingar sem áttu erfitt með að koma boltanum á markið. Svo er vissulega hægt að skrifa ýmislegt á veðrið þar sem að boltinn stoppaði nánast í loftinu þegar honum var sparkað fram. Hvað gerist næst? Nú tekið við landsleikjahlé. Næsta umferð fer ekki fram fyrr 21. júní. Þá mætir ÍBV, Stjörnunni á Samsungvellinum kl 18:00. Selfoss fær Breiðablik í heimsókn á JÁVERK- völlinn kl 19:15 saman dag. Alfreð Elías Jóhannsson: Við erum hundsvekkt að hafa tapað Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir fyrsta tap þeirra í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið sótti ÍBV heim. „Þetta var ótrúlega svekkjandi tap á móti góðu liðið. Þetta var mjög erfitt.“ Selfyssingar komu sér stax yfir í upphafi leiks en eftir datt leikur þeirra aðeins niður. „Við vorum alveg með leikinn af mínu viti í fyrri hálfleik á móti sterkum vindi og gerðum mjög vel. Gerðum ein mistök og fengum mark á okkur í seinni hálfleik. Það voru erfiðar aðstæður en leikmenn beggja liða voru að gera eins vel og hægt var og komust ágætlega frá því.“ „Það er hundsvekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu á móti mjög góðu og mjög vel skipulögðu liði Eyjamanna.“ Það er landsleikjahlé í deildinni og sagði Alfreð að það yrði nýtt til æfinga. „Við þurfum að recovera, það eru smá meiðsli hjá okkur og við þurfum að nota þessar tvær vikur nokkuð vel og við gerum það klárlega og bæta okkar leik. Við erum hundsvekkt að hafa tapað,“ sagði Alfreð að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Tengdar fréttir „Uppleggið var að mæta grimmar og kröftugar en ekki að vera komnar undir eftir eina mínútu“ Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigur á móti taplausu Selfoss liði í Pepsi Max deild kvenna í dag. 5. júní 2021 16:45
„Uppleggið var að mæta grimmar og kröftugar en ekki að vera komnar undir eftir eina mínútu“ Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigur á móti taplausu Selfoss liði í Pepsi Max deild kvenna í dag. 5. júní 2021 16:45
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti