Umdeildur Guðni opnar Norðurá með að setja í vænan hæng Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2021 10:44 Ýmsir veiðimenn eru þeirrar skoðunar að það hefði mátt finna heppilegri mann en Guðna Ágústsson til að opna Norðurá. Ekki eru allir stangveiðimenn jafn ánægðir með að Guðna Ágústssyni fyrrverandi landbúnaðarráðherra hafi hlotnast sá heiður að hefja laxveiðitímabilið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“ Lax Borgarbyggð Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“
Lax Borgarbyggð Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira