Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2021 09:31 Drátturinn fór fram í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjódd í morgun. vísir/vilhelm Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 klukkan tíu í morgun. Vísir var í beinu streymi frá drættinum. Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira